Bann við fóstureyðingum ógnar lífi og heilsu kvenna Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2015 10:43 Vísir/Getty Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar. Andorra San Marínó Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira
Óléttar konur og stúlkur ógna heilsu sinni og lífum haldi þær til í Írlandi. Þetta segir Amnesty International í skýrslu um fóstureyðingarlög landsins sem ber nafnið: Hún er ekki glæpamaður – Áhrif laga Írlands um fóstureyðingar. Þar er farið yfir tilfelli þar sem konum er neitað um heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að setja heilsu fóstra þeirra í forgang. Árið 1983 var ákvæði um öryggi fóstra sett í stjórnarskrá Írlands. Fóstureyðingar eru því einungis leyfilegar ógni meðganga lífi kvenna og þykir löggjöfin einhver sú strangasta í heiminum. Amnesty segir í skýrslunni að um fjögur þúsund konur ferðist árlega til útlanda til að fara í fóstureyðingu. Því fylgi mikill kostnaður og sálfræðilegt álag. Skýrslu Amnesty má sjá hér. Írland, Andorra, Malta og San Marino eru einu löndin í Evrópu sem banna konum að fara í fóstureyðingar jafnvel í nauðgunartilfellum. Fari konur í fóstureyðingu í Írlandi gætu þær verið dæmdar í fjórtán ára fangelsi. Þeir sem aðstoða konur gætu fengið sama dóm. Íslandsdeild Amnesty hefur nú hafið undirskriftasöfnun til að þrýsta á írsk stjórnvöld að breyta fóstureyðingarlöggjöfinni og afglæpavæða fóstureyðingar. Undirskriftalistann má sjá hér á vef Amnesty á Íslandi.Lést eftir að hafa verið neitað um fóstureyðingu Árið 2012 lést kona sem hét Savita Halappanavar á sjúkrahúsi í Írlandi vegna sýkingar. Starfsmenn sjúkrahússins neituðu að framkvæma fóstureyðingu þar sem fóstrið var enn með hjartslátt. Savita var frá Indlandi. Sama ár kom kona á sama sjúkrahús vegna mikilla blæðinga. Þrátt fyrir að fóstrið sýndi engin merki lífs, neituðu læknarnir að framkvæma fóstureyðingu. Hún þurfti að ferðast til Spánar, sem er heimaland hennar, og þar kom í ljós að fóstrið hafði dáið fjórum til fimm vikum áður. Í lok árs 2014 var heiladauðri konu haldið í öndunarvél, gegn hennar eigin óskum og fjölskyldu hennar, í 24 daga. Til stóð að halda henni lifandi þar til hægt væri að taka fimmtán vikna fóstur hennar með keisaraskurði. Dómstólar ákváðu að löglegt væri að taka hana úr öndunarvél eftir að læknar sögðu að litlar líkur væru á að fóstrið myndi lifa af. Skýrslu Amnesty má finna hér að neðan, en þar eru sögur nokkurra kvenna, sem gengið hafa í gegnum erfiðleika vegna laga Írlands, sagðar.
Andorra San Marínó Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Fleiri fréttir Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Sjá meira