Fjármálaráðherra fagnar sölu á bönkunum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. júní 2015 19:00 Vísir/GVA Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“ Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fagnar áformum um að selja Íslandsbanka og Arion Banka, sem greint var frá í morgun. Dósent í hagfræði kallar aftur á móti eftir stefnu íslenskra stjórnvalda um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. Hluti kröfuhafa föllnu bankanna sendi í fyrradag og í gær erindi til fjármálaráðherra en þar er að finna afrakstur viðræðna milli kröfuhafa og framkvæmdarhóps um losun fjármagnshafta um hvernig ljúka megi uppgjöri búanna með nauðasamningi. Í tilkynningu á vefsíðu fjármálaráðuneytisins, sem birtist í dag, kemur fram að framkvæmdahópurinn telji þær aðgerðir sem um ræðir í bréfum kröfuhafanna falla að stöðugleikaskilyrðum stjórnvalda. Meðal þeirra aðgerða sem kröfuhafarnir hyggjast beita sér fyrir er að Arion Banki og Íslandsbanki verði seldir fyrir árslok 2016, að því gefnu að markaðsaðstæður verði ákjósanlegar. Hlutur íslenska ríkisins í sölu bankanna tveggja veltur á söluvirði þeirra en verður væntanlega nokkur hundruð milljarðar króna.Sjá einnig: Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu vikuÁsgeir Jónsson, dósent í hagfræði.Vísir/GVAHæfi nýrra eigenda verði metið Fjármálaráðherra fagnar því að hreyfing sé komin á þessi mál enda hafi eignarhald á íslensku bönkunum verið mjög óheilbrigt frá hruni. Þá muni stjórnvöld koma að sölunni á tiltekinn hátt. „Fjármálaeftirlitið mun koma að því,“ segir Bjarni. „Það sem hefur verið óheilbrigt er að það hefur ekkert eiginlegt mat farið fram á hæfi eigenda sem halda núna á eignarhlutunum. En það mun gera það þegar þetta breytist. Þá munum við fara í gegnum það ferli að meta nýja eigendur og hæfi þeirra til að fara með eignarhlutinn.“Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa þegar lýst yfir vilja til að fara eftir stöðugleikaskilyrðunum Dr. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, segir það vera mjög jákvætt skref að verið sé að skipta um eigendur á íslensku bönkunum. Hins vegar sé óskýrt hver stefna stjórnvalda sé um hvernig fjármálakerfi Íslendingar ætli að hafa. „Það eru fullt af öðrum þáttum sem á eftir að ganga frá,“ segir Ásgeir. „Nákvæmlega hvað verður um þessar eignir og skipulag fjármálamarkaðarins. Það hefur bara verið mjög lítil umræða um það, hvernig fjármálakerfi við ætlum að hafa og hvernig við ætlum að standa að þessum málum.“
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19 Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47 Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51 Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Fyrstu krónurnar fara í „Leiðréttinguna“ Tekjur ríkisins af mögulegum stöðugleikaframlögum og stöðugleikaskatti fara fyrst í fjármögnun skuldaniðurfærslu ríkisstjórnarinnar. Afgangurinn, sem gert er ráð fyrir að sé myndarlegur, fer svo í niðurgreiðslu skulda ríkisins. 9. júní 2015 14:19
Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016 Hluti kröfuhafa Glitnis og Kaupþings stefna að því að bankarnir verði seldir fyrir árslok 2016 gangi nauðasamningar eftir. 9. júní 2015 09:47
Bjarni Benediktsson: „Mikil og ánægjuleg tímamót“ Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sagði á blaðamannafundi í hádeginu að stjórnvöld hafi reynt að nálgast vandamálið vegna hafta með það að leiðarljósi að koma með heildstæða lausn. 8. júní 2015 12:51
Skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um hátt í helming Tekjur sem koma í ríkiskassann frá slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshafta verða eyrnamerktar því að greiða niður skuldir ríkissjóðs. 8. júní 2015 13:27