Segir „grófa“ orðnotkun bankamanna mótast af vinnustaðamenningu sem ekki allir þekki til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. maí 2015 12:07 Ingólfur Helgason (lengst til hægri) við hlið verjanda síns. Vísir/GVA Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin. Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Öll samskipti Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, við starfsmenn eigin viðskipta bankans voru eðlileg og eiga sér skýringar þó að orðnotkunin sé oft á tíðum gróf. Þetta sagði Grímur Sigurðsson, verjandi Ingólfs, í málflutningsræðu sinni í dag. Ingólfur er meðal annars ákærður fyrir mikil kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi, en starfsmenn deildarinnar eiga að hafa keypt bréfin að undirlagi Ingólfs og annarra stjórnenda í bankanum. Vill saksóknari meina að markmið viðskiptanna hafi veri að koma í veg fyrir eða hægja á verði hlutabréfanna.„Bankadruslan“ og „dauður köttur“ Samtöl Ingólfs við meðákærðu Pétur Kristinn Guðmarsson, Birni Sæ Björnsson og Einar Pálma Sigmundsson, sem allt voru starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings, hafa mörg hver verið spiluð fyrir dómi. Mörg ummæli í þeim hafa vakið athygli, meðal annars þegar rætt var um „bankadrusluna„, „dauða köttinn“ og að þeir ráði „ekki verðinu á svona degi.“ Verjandi Ingólfs sagði orðnotkunina mótast af vinnustaðamenningu og að þeir sem þekki ekki til þeirrar menningar geti lagt allt aðra merkingu í orðnotkunina en þá sem í raun búi þar að baki. Grímur fór svo yfir það að allir starfsmenn eigin viðskipta hafi staðfest að þeir hafi aldrei fengið óeðlileg eða ólögleg fyrirmæli frá Ingólfi. Þeir hafi aldrei fengið fyrirmæli um að fastsetja hlutabréfaverð í Kaupþingi eða að reyna að hafa óeðlileg áhrif á verðið. Þvert á móti hafi þeir einfaldlega átt að fylgja verðþróun á markaði og færa tilboðin til ef verðið breyttist.Óheppilegt en ekki óheimilt Þá fór verjandinn nokkuð ítarlega yfir það að ekkert ólöglegt hafi verið við það að Kaupþing ætti viðskipti með eigin hlutabréf. Deildin hafi í raun verið með viðskiptavakt í Kaupþingsbréfum, sem hafi þó ekki verið formleg í samræmi við 116. grein laga um verðbréfaviðskipti. Það leiði hins vegar ekki sjálfkrafa til þess að um brot á 117. grein laganna sé að ræða, þar sem fjallað er um markaðsmisnotkun, og vísaði Grímur meðal annars í Rannsóknarskýrslu Alþingis máli sínu til stuðnings. Þar segir að rannsóknarnefndin telji mikil viðskipti bankanna með eigin bréf hafi verið „óheppileg“ en þó ekki “óheimil samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti.” Sagði Grímur að af þessu leiði að um grundvallarmisskilning í málinu væri að ræða af hálfu ákæruvaldsins. Með viðskiptavaktinni hafi ekkert óeðlilegt átt sér stað heldur hafi seljanleiki hlutabréfanna einfaldlega verið tryggður og þar með hafi þau orðið verðmætari. Markaðurinn hafi verið upplýstur um þessa viðskiptavakt Kaupþings í eigin bréfum og eftirlitsaðilar einnig, þar með talið Fjármálaeftirlitið. Þrátt fyrir það hafi aldrei verið gerðar neinar athugasemdir við viðskiptin.
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46 Mest lesið Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Ingólfur Helgason „ekkert aðal plottarinn í þessu“ Verjandi Ingólfs Helgasonar, Grímur Sigurðsson, fór í dag fram á að ákærunni á hendur honum í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings verði vísað frá dómi. 20. maí 2015 10:46
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent