Ánægð með tóninn í grein Bjarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. maí 2015 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent