Ánægð með tóninn í grein Bjarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. maí 2015 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún. Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Sjá meira