Innlent

Snjór á höfuðborgarsvæðinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kjartan Róbertsson tók myndirnar í ræktinni í Kópavogi í morgun.
Kjartan Róbertsson tók myndirnar í ræktinni í Kópavogi í morgun. mynd/kjartan
Sumarið blasti ekki beint við morgunhönum í morgun en rétt fyrir klukkan sjö skall á haglél og síðan birtist sjókoma í kjölfarið á höfuðborgarsvæðinu.

Varði þetta yfir í nokkrar mínútur og breytist síðan í slyddu. Snjórinn bráðnaði allur fljótlega og var horfinn rúmlega sjö í morgun.

Meðfylgjandi myndir eru teknar Í World Class Ögurhvarfi í morgun og ekki að sjá á þessum myndum að sumardagurinn fyrsti hafi verið fyrir tæpum mánuði, eða þann 23. apríl.

Neðst í fréttinni má sjá myndband sem tekið var í höfuðstöðvum 365 í Skaftahlíðinni klukkan átta í morgun þegar skall á haglél.

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn: Suðvestan og vestan 5-13 m/s og skúrir eða jafnvel slydduél. Hiti 2 til 7 stig. Úrkomulítið A-lands og hiti að 10 stigum yfir daginn. Norðvestan 8-15 í kvöld og rigning eða slydda N-til, annars úrkomulítið. Lægir og léttir til á morgun, fyrst um landið S- og V-vert. Hlýnandi veður.

mynd/kjartan



Fleiri fréttir

Sjá meira


×