Körfubolti

LeBron James 52 - Michael Jordan 51

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James var vígalegur í gær.
LeBron James var vígalegur í gær. Vísir/Getty
LeBron James komst í nótt yfir Michael Jordan í einum tölfræðiþætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta þegar Cleveland Cavaliers vann 97-89 útisigur á Atlanta Hawks í fyrsta leik liðanna í úrslutum Austurdeildarinnar.

LeBron James var með 31 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum og byrjar því vel í baráttunni sinni um að komast í lokaúrslitin fimmta árið í röð.

Þetta var í 52. skiptið sem LeBron James á leik í úrslitakeppninni með að minnsta kosti 30 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum og það er nýtt NBA-met.

Michael Jordan átti gamla metið sem var 51 leikur. James hefur aftur á móti komist fram úr goðinu sínu með því að ná fjórum slíkum súperleikjum í úrslitakeppninni í ár.

LeBron James er með 26,9 stig, 10,0 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í fyrstu ellefu leikjum sínum í úrslitakeppninni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×