Angela Merkel: Samstarf ESB og fyrrum Sovétlýðvelda ekki beint gegn Rússum Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2015 12:57 Angela Merkel Þýskalandskanslari segir óhugsandi að Rússar snúi aftur í G8-hópinn að svo stöddu. Vísir/AFP Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa. Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar í lettnesku höfuðborginni Ríga með leiðtogum sex fyrrum Sovétlýðveldum í dag til að ræða samskipti sambandsins og ríkjanna. Líklegt þykir að þáttur ástandið í austurhluta Úkraínu, og þáttur Rússa, komi til tals. Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði samstarfsvettvang ESB og nágrannaríkja þess í austri (e. Eastern Partnership) væri ekki tæki til ná fram einhverri útþenslustefnu sambandsins. „Honum er ekki beint gegn neinum, ekki beint gegn Rússlandi“.Rússum ekki hleypt aftur í G7 Merkel sagði einnig að Rússlandi yrði ekki hleypt í G7-hópinn – samráðsvettvangi stærstu iðnríkja heims – að óbreyttu. „Svo lengi sem Rússar fara ekki að grundvallargildum, þá er óhugsandi fyrir okkur að þeir snúi aftur í G8-hópinn.“ Rússar áttu áður sæti í hópnum en var vísað úr honum vegna Úkraínu-deilunnar.Í frétt BBC segir að leiðtogar Armeníu, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússlands, Georgíu, Moldóvu og Úkraínu hafi mætt til Ríga í morgun en fundurinn stendur í tvo daga.Vilja fá fyrrum Sovétlýðveldi í Evrasíusambandið Rússar þrýsta nú á fyrrum Sovétlýðveldin til að ganga til liðs við Evrasíusambandið sem stofnað var 2011. Rússland, Armenía, Hvíta-Rússland, Kasakstan og Kirgisistan eiga aðild að sambandinu.Ástandið í Úkraínu Núverandi ástand í Úkraínu hófst í kjölfar síðasta fundar leiðtoga ESB-ríkjanna og fulltrúa fyrrum Sovétlýðvelda í Litháen 2013. Viktor Janúkóvitsj, þáverandi Úkraínuforseti, neitaði þá að skrifa undir samstarfssamning við ESB líkt og til stóð. Hann flúði frá Kíev í febrúar 2014 í kjölfar mikilla mótmæla. Ný ríkisstjórn, hliðholl Vesturlöndum, tók þá völdum í landinu og skrifaði undir samstarfssamninginn við ESB. Gildistöku fríverslunarákvæða samningsins var hins vegar frestað til janúar 2016 í tilraun til að friða Rússa.
Armenía Georgía Hvíta-Rússland Kirgistan Þýskaland Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira