Bauð upp á leikinn „Finnið fimm villur“ í dómsal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. maí 2015 13:14 Einar Pálmi Sigmundsson ásamt verjanda sínum Gizuri Bergsteinssyni. Vísir/GVA Gizur Bergsteinsson, verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, fór fram á það í málflutningi í dag að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Einar Pálmi er ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en starfsmenn eigin viðskipta bankans keyptu mikið magn af eigin bréfum á ellefu mánaða tímabili fyrir hrunið í október 2008. Eiga starfsmennirnir, sem einnig eru ákærðir í málinu, að hafa stundað þessi viðskipti að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal Einars Pálma. Markmið þessara viðskipta, samkvæmt ákæruvaldinu, var að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun á hlutabréfum í Kaupþingi. Með kaupum á bréfunum hafi eigin viðskipti bankans því gefið eftirspurn eftir þeim og verð þeirra ranglega og misvísandi til kynna, að því er segir í ákæru.Ekki bannað að veita aukinn seljanleikaVerjandi Einars Pálma lagði áherslu á það í málfltuningi sínum í dag að eigin viðskipti Kaupþings hafi meðal annars haft það hlutverk auka seljanleika hlutabréfa í bankanum. Það hafi verið alþekkt að hlutverk veltubókar allra viðskiptabankanna á Íslandi hafi verið nákvæmlega þetta og ákvörðun um að eigin viðskipti ættu að kaupa hlutabréf í Kaupþingi var tekin mörgum árum áður en Einar Pálmi hóf störf þar vorið 2007. Framkvæmd viðskiptanna hafi aldrei sætt neinum athugasemdum af hálfu eftirlitsaðila. Þá sé það hvergi bannað með lögum að útgefanda sé óheimilt að mynda seljanleika á eigin bréfum. „Slíkur seljanleiki má þó ekki leiða til þess að rangar eða misvísandi upplýsingar séu gefnar um verð hlutabréfanna. Kaup-og sölutilboð útgefandans þurfa að standast þessi próf í 117. grein [laga um verðbréfaviðskipti],” sagði Gizur en sagði aukinn seljanleika ekki fela sjálfkrafa í sér markaðsmisnotkun, eins og ráða mætti af málatilbúnaði ákæruvaldsins.Verður að taka utanþingsviðskipti meðVerjandinn fór svo ítarlega yfir það hvernig kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi hvorki verið til þess fallin að gefa eftirspurn né verð þeirra misvísandi og ranglega til kynna. Gagnrýndi Gizur ákæruvaldið harðlega fyrir að líta bara til sjálfvirkra pörunarviðskipta en ekki utanþingsviðskipta, en aðeins er ákært fyrir sjálfvirk pörunarviðskipti hvað varðar kaup eigin viðskipta. Gizur sagði þessa að ekki væri hægt að segja neitt um framboð og eftirspurn hlutabréfanna með því að líta bara til sjálfvirkra pörunarviðskipta. Utanþingsviðskiptin yrðu að vera með í jöfnunni og þegar litið væri til þeirra komi glögglega í ljós að það væri alltaf jafnvægi hvað varðar framboð og eftirspurn í starfsemi eigin viðskipta. Til dæmis hefðu stór utanþingsviðskipti, en fyrir sum þeirra er ákært í 2. kafla ákæru, bent til þess að það væri eftirspurn eftir bréfum Kaupþings og það hefði komið starfsmönnum eigin viðskipta þannig fyrir sjónir. „Allt rangt sem þarna stendur”Hvað varðaði verðið á hlutabréfunum sagði Gizur að ekki væri hægt að fallast á kenningar ákæruvaldsins um að svokallað „verðgólf” með hlutabréf í Kaupþingi. Vísaði verjandinn til þeirrar staðreyndar, sem fyrir liggur í málinu, að gengi hlutabréfa í Kaupþingi lækkaði bæði fyrir ákærutímabilið og á tímabilinu sjálfu. Gizur bauð svo viðstöddum í dómsal að fara í leikinn fimm villur og varpaði upp á skjáinn eftirfarandi texta úr röksemdum fyrir ákærunni: „Á sænska markaðnum var þróun á gengi Kaupþings og viðskiptaháttsemi EVK með svipuðu sniði og á þeim íslenska. Tekið skal fram að þegar tölur varðandi sænska markaðinn eru skoðaðar þarf að taka tillit til breytinga á gengi íslensku krónunnar á tímabilinu.” Um þetta sagði verjandinn: „Þetta er bara eins og að fara í leikinn finnið fimm villur en það er í raun allt rangt sem þarna stendur. Þróun á gengi hlutabréfa í Kaupþingi var allt önnur á íslenska markaðnum en þeim sænska. [...] Gengið í Svíþjóð lækkaði meira en á Íslandi. Það lækkaði reyndar mjög mikið á báðum mörkum en munurinn er samt mikill og skýrist af falli íslensku krónunnar.”Hið ætlaða verðgólf ekki að undirlagi Einars PálmaSagði Gizur að gengislækkun krónunnar á árinu 2008 hafi valdið því að gengisþróun hlutabréfa banakns á Íslandi og í Svíþjóð gat aldrei orðið sú sama eða með svipuðum hætti. „Það er einfaldlega útilokað þegar ein eign er í evrum og hin er í íslenskum krónum,” sagði Gizur. Við lok ræðu sinnar sagði hann svo að þar sem að gengið Kaupþings hafi stöðugt lækkað væri ekki hægt að halda því fram með rökum að hið ætlaða verðgólf hafi verið að undirlagi Einars Pálma. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 „Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður "á gólfinu” í eigin viðskiptum Kaupþings, segir hann nú þegar hafa tekið út mjög mikla refsingu í markaðsmisnotkunarmálinu. 20. maí 2015 19:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gizur Bergsteinsson, verjandi Einars Pálma Sigmundssonar, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, fór fram á það í málflutningi í dag að skjólstæðingur sinn yrði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. Einar Pálmi er ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en starfsmenn eigin viðskipta bankans keyptu mikið magn af eigin bréfum á ellefu mánaða tímabili fyrir hrunið í október 2008. Eiga starfsmennirnir, sem einnig eru ákærðir í málinu, að hafa stundað þessi viðskipti að undirlagi stjórnenda í bankanum, þar á meðal Einars Pálma. Markmið þessara viðskipta, samkvæmt ákæruvaldinu, var að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun á hlutabréfum í Kaupþingi. Með kaupum á bréfunum hafi eigin viðskipti bankans því gefið eftirspurn eftir þeim og verð þeirra ranglega og misvísandi til kynna, að því er segir í ákæru.Ekki bannað að veita aukinn seljanleikaVerjandi Einars Pálma lagði áherslu á það í málfltuningi sínum í dag að eigin viðskipti Kaupþings hafi meðal annars haft það hlutverk auka seljanleika hlutabréfa í bankanum. Það hafi verið alþekkt að hlutverk veltubókar allra viðskiptabankanna á Íslandi hafi verið nákvæmlega þetta og ákvörðun um að eigin viðskipti ættu að kaupa hlutabréf í Kaupþingi var tekin mörgum árum áður en Einar Pálmi hóf störf þar vorið 2007. Framkvæmd viðskiptanna hafi aldrei sætt neinum athugasemdum af hálfu eftirlitsaðila. Þá sé það hvergi bannað með lögum að útgefanda sé óheimilt að mynda seljanleika á eigin bréfum. „Slíkur seljanleiki má þó ekki leiða til þess að rangar eða misvísandi upplýsingar séu gefnar um verð hlutabréfanna. Kaup-og sölutilboð útgefandans þurfa að standast þessi próf í 117. grein [laga um verðbréfaviðskipti],” sagði Gizur en sagði aukinn seljanleika ekki fela sjálfkrafa í sér markaðsmisnotkun, eins og ráða mætti af málatilbúnaði ákæruvaldsins.Verður að taka utanþingsviðskipti meðVerjandinn fór svo ítarlega yfir það hvernig kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi hvorki verið til þess fallin að gefa eftirspurn né verð þeirra misvísandi og ranglega til kynna. Gagnrýndi Gizur ákæruvaldið harðlega fyrir að líta bara til sjálfvirkra pörunarviðskipta en ekki utanþingsviðskipta, en aðeins er ákært fyrir sjálfvirk pörunarviðskipti hvað varðar kaup eigin viðskipta. Gizur sagði þessa að ekki væri hægt að segja neitt um framboð og eftirspurn hlutabréfanna með því að líta bara til sjálfvirkra pörunarviðskipta. Utanþingsviðskiptin yrðu að vera með í jöfnunni og þegar litið væri til þeirra komi glögglega í ljós að það væri alltaf jafnvægi hvað varðar framboð og eftirspurn í starfsemi eigin viðskipta. Til dæmis hefðu stór utanþingsviðskipti, en fyrir sum þeirra er ákært í 2. kafla ákæru, bent til þess að það væri eftirspurn eftir bréfum Kaupþings og það hefði komið starfsmönnum eigin viðskipta þannig fyrir sjónir. „Allt rangt sem þarna stendur”Hvað varðaði verðið á hlutabréfunum sagði Gizur að ekki væri hægt að fallast á kenningar ákæruvaldsins um að svokallað „verðgólf” með hlutabréf í Kaupþingi. Vísaði verjandinn til þeirrar staðreyndar, sem fyrir liggur í málinu, að gengi hlutabréfa í Kaupþingi lækkaði bæði fyrir ákærutímabilið og á tímabilinu sjálfu. Gizur bauð svo viðstöddum í dómsal að fara í leikinn fimm villur og varpaði upp á skjáinn eftirfarandi texta úr röksemdum fyrir ákærunni: „Á sænska markaðnum var þróun á gengi Kaupþings og viðskiptaháttsemi EVK með svipuðu sniði og á þeim íslenska. Tekið skal fram að þegar tölur varðandi sænska markaðinn eru skoðaðar þarf að taka tillit til breytinga á gengi íslensku krónunnar á tímabilinu.” Um þetta sagði verjandinn: „Þetta er bara eins og að fara í leikinn finnið fimm villur en það er í raun allt rangt sem þarna stendur. Þróun á gengi hlutabréfa í Kaupþingi var allt önnur á íslenska markaðnum en þeim sænska. [...] Gengið í Svíþjóð lækkaði meira en á Íslandi. Það lækkaði reyndar mjög mikið á báðum mörkum en munurinn er samt mikill og skýrist af falli íslensku krónunnar.”Hið ætlaða verðgólf ekki að undirlagi Einars PálmaSagði Gizur að gengislækkun krónunnar á árinu 2008 hafi valdið því að gengisþróun hlutabréfa banakns á Íslandi og í Svíþjóð gat aldrei orðið sú sama eða með svipuðum hætti. „Það er einfaldlega útilokað þegar ein eign er í evrum og hin er í íslenskum krónum,” sagði Gizur. Við lok ræðu sinnar sagði hann svo að þar sem að gengið Kaupþings hafi stöðugt lækkað væri ekki hægt að halda því fram með rökum að hið ætlaða verðgólf hafi verið að undirlagi Einars Pálma.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45 „Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður "á gólfinu” í eigin viðskiptum Kaupþings, segir hann nú þegar hafa tekið út mjög mikla refsingu í markaðsmisnotkunarmálinu. 20. maí 2015 19:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Fordæmisgildi Al Thani-dómsins ekkert í tilfelli Ingólfs Helgasonar Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafði engar heimildir til að veita eignarhaldsfélögum lán til að kaupa hlutabréf í bankanum og þá vissi hann ekki um megininntak þeirra viðskipta sem hann er ákærður fyrir í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða. 20. maí 2015 14:45
„Gríðarlega þungur kross að bera fyrir venjulegan mann” Verjandi Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður "á gólfinu” í eigin viðskiptum Kaupþings, segir hann nú þegar hafa tekið út mjög mikla refsingu í markaðsmisnotkunarmálinu. 20. maí 2015 19:00