Pepsi-mörkin | 4. þáttur
Hörður Magnússon stýrir þættinum að vanda en honum til aðstoðar í gær voru Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson.
Alls voru nítján mörk skoruð í leikjunum sex en næsta umferð fer fram á mánudaginn og þriðjudaginn í næstu viku.
Líkt og í fyrra verður styttri útgáfa af Pepsi-mörkunum birt á Vísi daginn eftir frumsýningu, á sama tíma og þátturinn er sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2.
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 | Höskuldur hetja Blika
Breiðablik bjargaði sér með naumindum frá því að gera fjórða jafntefli sitt í röð þegar þeir tóku á móti Völsurum á Kópavogsvelli í kvöld. Valsarar unnu frækinn sigur á FH í síðustu umferð en hvorugt liðið náði einhverjum hæðum í kvöld. Leikurinn var illa leikinn að mestu og bragðdaufur en Höskuldur Gunnlaugsson bjargaði því sem bjargað varð og skoraði sigurmarkið á 81. mínútu

Ásmundur: Virðingin fyrir röndótta liðinu of mikil
Þjálfari Fylkis var ekki sáttur með frammistöðu dómaratríósins í tapi Árbæinga fyrir KR í kvöld.

Hjörvar um fjölmiðlabann FH: Þetta er svo glórulaust
Umræða í Pepsi-mörkunum um fjölmiðlabann FH.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Leiknir 2-2 | Fyrstu mörk og stig ÍBV
Leiknismenn sóttu eitt stig til Vestmannaeyja í kvöld, ferðalagið var enginn draumur og virkuðu gestirnir frekar slappir eftir sjóferðina. Gestirnir leiddu 1-2 í hálfleik en þrumuskot Ian Jeffs tryggði jafntefli í síðari hálfleik.

FH-ingar mjög erfiðir í næsta leik eftir tap
Það er orðið hægt að treysta því að FH-ingar koma sterkir til baka eftir tapleiki og þeir sýndu það og sönnuðu enn og aftur í 4-1 sigri á ÍA í gær.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-0 | Víti Þóris skildi á milli
Fjölnismenn fengu þrjú mikilvæg stig á heimavelli í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 1-3 | Sterkur sigur KR-inga í Lautinni
KR bar sigurorð af Fylki, 1-3, í Árbænum í 4.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Stjarnan 2-2 | Bæði lið enn ósigruð
Víkingur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í fjörugum fótboltaleik í Fossvogi.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 4-1 | Enn hefur FH hreðjartak á ÍA
FH lagði ÍA 4-1 á heimavelli sínum í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. FH var 2-0 yfir í hálfleik.

Hundrað marka maðurinn Atli Viðar | Sjáðu markasyrpuna
Atli Viðar Björnsson náði merkilegum áfanga í gær þegar hann skoraði sitt 100. mark í efstu deild.

Uppbótartíminn: Atli Viðar í 100 marka klúbbinn | Myndbönd
Fjórða umferð Pepsi-deildar karla gerð upp í máli og myndum.

Arnar: Þetta er ekki alveg íslenska úrvalsdeildin | Myndband
Leiknismenn fóru með farþegabátnum Víkingi til Vestmannaeyja í gær þar sem þeir mættu ÍBV.