Þráinn: Heimsklassaefni að koma upp Anton Ingi Leifsson skrifar 23. maí 2015 22:00 Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Það verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttamönnum í sumar, en efniviðurinn er sá besti sem komið hefur fram í áratug. Þetta segir Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR. Fimmtíu Íslenskir keppendur taka þátt í Smáþjóðaleikunum á Laugardalsvelli, en leikarnir fara fram annan til sjötta júní. „Við erum með mjög öflugt lið núna, alhliða og sterkt lið. Það er fimmtíu manna lið og tveir menn í hverri einustu grein frá Íslandi. Markmiðið er að sigra frjálsíþróttarkeppnina og fá flest verðlaun allra þjóða,” sagði Þráinn í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2, en eftir Smáþjóðaleikana rekur hvert mótið annað. Eftir smáþjóðaleikina verður mikið um að vera hjá íslensku frjálsíþróttafólki, en hvert mótið rekur annað. „Það er Evrópukeppni landsliða þar sem við erum að keppa í efri deildum, en við höfum verið að keppa áður. Þar er einn keppandi í hverri grein fyrir Íslands hönd og þar förum við með sterkara lið en nokkru sinnu áður.” „Svo eru Evrópumeistaramót 22 ára og yngri og 19 ára og yngri. Þar er til dæmis Aníta Hinriksdóttir í undir 19 ára mótinu að verja sinn Evrópumeistaratitil síðan fyrir tveimur árum síðan.” „Síðan er Hilmar Örn í sleggjukastinu sem var sjöundi fyrir tveimur árum og hann er aftur núna, en þarna eru tveir keppendur sem eiga mjög góða möguleika að vera í allra fremstu röð.” Það er langt síðan jafn góður efniviður hefur verið til staðar í frjálsum íþróttum hér á landi. Þar er Aníta Hinriksdóttir feti framar, en fleiri eru á leiðinni. „Það er stór hópur af mjög efnilegum, heimsklassaefnum að koma upp. Við þurfum að fóstra þau vel og halda mjgö vel utan um þau í þjálfuninni og aðstöðunni og skapa þeim möguleika á að þróast í heimsklassafólk eins og þau hafa hæfileika til, en þau þurfa einnig að leggja mikið á sig,” sagði Þráinn við Guðjón að lokum. Allt innslagið má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Aron Elís með slitið krossband Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti