Lífið

Svíar eru sigurvegarar Eurovision 2015

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld.
Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. Vísir/EBU
Hinn sænski Måns Zelmerlöw stóð upp sem sigurvegari í Eurovision í kvöld. Hann flutti lagið Heroes eftir Linnea Deb, Joy Deb, Anton Hård af Segerstad.

„Ég vil bara segja að við erum öll hetjur, sama hverja við elskum eða hverju við trúum, við erum öll hetjur,“ sagði hann þegar hann tók við glermíkrafóninum, verðlaunagrip keppninnar.

Sænska lagið sigraði eftir harða keppni við rússneska lagið, sem Polina Gagarina flutti. Að lokum fór það svo að Zelmerlöw fékk 62 stigum meira en Gagarina.

Keppnin verður því haldin að ári í Svíþjóð. Keppnin var síðast haldin þar í landi árið 2013 eftir sigur Loreen árið áður.

Á síðustu fimm árum hafa Svíar verið í einu ef þremur efstu sætunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×