Krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar: Vill leyfa óánægjuröddum þjóðarinnar að heyrast Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:15 Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Vísir/Valli Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is. Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Á sjöunda þúsund hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli síðdegis í dag. Mótmælafundurinn mun krefjast afsagnar ríkisstjórnarinnar. Fundarstjórinn segist búast við fleirum en þeim sem hafa boðað komu sína á Facebook. Sara Elísa Þórðardóttir, sem stendur að baki mótmælum á Austurvelli, segir að krafa mótmælanna sé sú að ríkisstjórnin skili lyklunum. Hún segir það einnig kröfu fundarins að það verði gerðar miklar kerfisbreytingar. Hún mun sinna fundarstjórn á mótmælafundinum en auk hennar eru tveir ræðumenn sem munu ávarpa fundinn. „Ég reikna með þessum fjölda og jafnvel fleirum því ég veit að það er fólk sem er tregt til að melda sig opinberlega á Facebook út af áhyggjum í tengslum við atvinnurekendur, þannig að já, ég reikna alla vega með þeim fjölda” segir hún. Sara Elísa segist hafa boðað til mótmælanna til að óánægjuraddir þjóðarinnar fái að koma fram og heyrast. Hún segir að rúmlega 100 mismunandi ástæður fyrir mótmælunum hafi verið nefndar á Facebook-síðu fundarins. „Vegna þess að það ríkir mikil óánægja í samfélaginu með ástand mála og eins og sést á viðburðinum sem ég stofnaði, þar sem ég gaf fólki tækifæri til að skrifa niður ástæðurnar fyrir því að það er ekki ánægt með ástandið eins og það er í þjóðfélaginu og íslenskum stjórnmálum, þá eru komnar rúmlega 100 ástæður sem fólk hefur gefið upp,“ segir Sara Elísa. „Þær eru náttúrulega misjafnar fyrir hvern og einn en mínar voru þær að fólk fengi þessa rödd áheyrða, þessi óánægja sem er alveg kristaltær og nánast áþreifanleg í þjóðarfélaginu, að hún fengi tækifæri til að koma á framfæri.“ Fréttastofa verður á Austurvelli þegar fundurinn hefst og verður sent út beint frá mótmælunum á Vísi.is.
Alþingi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira