Þáðu meira en tuttugu milljarða króna í mútur Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2015 18:30 Starfsmenn FIFA þáðu milljónir dala í mútur í meira en 24 ár, meðal annars um hvar halda ætti stórmót. Rannsakendur segjast vita af um tólf tilvikum þar sem mútugreiðslur fóru fram, þar á meðal um að halda heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki meðal þeirra. Samtökin ætla sér að halda forsetakosningar á föstudaginn þrátt fyrir handtökurnar. Blatter er talinn líklegur til að vinna þessar kosningar í fimmta sinn.Þá hafa yfirvöld í Sviss hafið rannsókn á boðsferlunum sem leiddu til þess að Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin 2018 og 2022. Á vef BBC kemur fram að mennirnir sem ákærðir hafa verið í Bandaríkjunum eru sakaðir um að hafa þegið meira en 150 milljónir dala (um 20 milljarðar króna) í mútugreiðslur á frá árinu 1991. Meðal hinna handteknu er Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og yfirmaður fótboltasamtaka Norður- og Mið-Ameríku. Til stendur að framselja mennina sjö frá Sviss til Bandaríkjanna, en sex þeirra hafa höfðað mál til að komast hjá því að vera framseldir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner, hefur ekki verið handtekinn en hann er ákærður fyrir að þiggja um 10 milljónir dala (tæplega einn og hálfur milljarður króna) í mútur frá yfirvöldum í Suður-Afríku. Hann hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus. Hér má sjá frá blaðamannafundi saksóknara í Bandaríkjunum í dag.Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir að þiggja mútur vegna sjónvarpssamninga og markaðsréttinda. Að þiggja mútur til að hafa áhrif á hvar mót eru haldin; þar á meðal heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 og Suður-Ameríku bikarinn 2016. Þar að auki eru þeir ákærðir fyrir peningaþvott og svik. Á vef AP fréttaveitunnar kemur fram að skýrsla sem FIFA lét gera um útboðsferli heimsmeistaramótanna 2018 og 2022 hafi leitt til þess að lögreglan hafi gert húsleit í höfuðstöðvum FIFA í Sviss í dag. Skýrslan var aldrei birt í heilu lagi en rannsakendur í Sviss fengu hana í hendur í nóvember.Hér má svo sjá frá blaðamannafundi FIFA fyrr í dag. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Starfsmenn FIFA þáðu milljónir dala í mútur í meira en 24 ár, meðal annars um hvar halda ætti stórmót. Rannsakendur segjast vita af um tólf tilvikum þar sem mútugreiðslur fóru fram, þar á meðal um að halda heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010. Níu starfsmenn FIFA og fimm aðrir hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum og búið er að handtaka sjö þeirra. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki meðal þeirra. Samtökin ætla sér að halda forsetakosningar á föstudaginn þrátt fyrir handtökurnar. Blatter er talinn líklegur til að vinna þessar kosningar í fimmta sinn.Þá hafa yfirvöld í Sviss hafið rannsókn á boðsferlunum sem leiddu til þess að Rússland og Katar fengu heimsmeistaramótin 2018 og 2022. Á vef BBC kemur fram að mennirnir sem ákærðir hafa verið í Bandaríkjunum eru sakaðir um að hafa þegið meira en 150 milljónir dala (um 20 milljarðar króna) í mútugreiðslur á frá árinu 1991. Meðal hinna handteknu er Jeffrey Webb, varaforseti FIFA og yfirmaður fótboltasamtaka Norður- og Mið-Ameríku. Til stendur að framselja mennina sjö frá Sviss til Bandaríkjanna, en sex þeirra hafa höfðað mál til að komast hjá því að vera framseldir. Fyrrverandi varaforseti FIFA, Jack Warner, hefur ekki verið handtekinn en hann er ákærður fyrir að þiggja um 10 milljónir dala (tæplega einn og hálfur milljarður króna) í mútur frá yfirvöldum í Suður-Afríku. Hann hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem hann segist saklaus. Hér má sjá frá blaðamannafundi saksóknara í Bandaríkjunum í dag.Meðal þess sem mennirnir eru ákærðir að þiggja mútur vegna sjónvarpssamninga og markaðsréttinda. Að þiggja mútur til að hafa áhrif á hvar mót eru haldin; þar á meðal heimsmeistaramótið í Suður-Afríku 2010 og Suður-Ameríku bikarinn 2016. Þar að auki eru þeir ákærðir fyrir peningaþvott og svik. Á vef AP fréttaveitunnar kemur fram að skýrsla sem FIFA lét gera um útboðsferli heimsmeistaramótanna 2018 og 2022 hafi leitt til þess að lögreglan hafi gert húsleit í höfuðstöðvum FIFA í Sviss í dag. Skýrslan var aldrei birt í heilu lagi en rannsakendur í Sviss fengu hana í hendur í nóvember.Hér má svo sjá frá blaðamannafundi FIFA fyrr í dag.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24 Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 14:24
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14