Körfubolti

Chicago Bulls rak Tom Thibodeau í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tom Thibodeau.
Tom Thibodeau. Vísir/Getty
Tom Thibodeau verður ekki áfram þjálfari NBA-liðsins Chicago Bulls en þjálfari ársins fyrir fjórum árum var látinn taka pokann sinn í kvöld.

Tom Thibodeau átti tvö ár eftir af samningi sínum við Chicago Bulls og átti að fá fyrir þau næstum því níu milljónir dollara eða um rúmlega tólf hundruð milljónir íslenskra króna.

Tom Thibodeau var kosinn þjálfari ársins 2010-11 tímabilið og Chicago Bulls liðið vann 65 prósent leikja undir hans stjórn í deildarkeppninni eða 255 sigra í 394 leikjum.

Thibodeau náði þessum frábæra árangri með liðið þótt leikmenn hans hafi verið einstaklega óheppnir með meiðsli.

Leikstjórnandinn og stærsta stjarna liðsins, Derrick Rose, spilaði sem dæmi aðeins 181 af 394 leikjum.

Chicago Bulls hefur spilað afbragðsvarnarleik undir stjórn Tom Thibodeau og var öll árin á toppnum yfir það lið sem fékk á sig fæst stig að meðaltali sem og að vera það lið sem liðin hittu verst á móti.

Besta sigurhlutfall þjálfara í sögu Chicago Bulls:

1. Phil Jackson 73,8 prósent (545 sigrar -193 töp)

2. Tom Thibodeau 64,7 prósent (255-139)

3. Doug Collins 55,7 prósent (137-109)

4. Dick Motta 54,3 prósent (356-300)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×