Google kynnti nýja útgáfu af Android Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2015 21:30 Sundar Pichai, varaforseti Android, talaði við gesti ráðstefnunnar í San Francisco. Vísir/AP Tæknirisinn Google kynnti nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins á ráðstefnu í San Francisco í dag. Android M mun taka við af Android 5.0 Lollipopp seinna á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýju útgáfunni fylgi fjölmargar nýjungar og endurbætur. David Burke, varaforseti verkfræðideildar Google, sagði á ráðstefnunni að fyrirtækið hafi fylgst með hvað símaframleiðendurnir hafi verið að bæta við stýrikerfið. Google hefur fært margar af þeim viðbótum inn í kjarna Android. Samkvæmt The Verge hefur Google gert miklar breytingar á vafra sínum Chrome. Meðal annars verður notendum og forriturum boðið upp á notkunarmöguleikann Chrome Custom Tabs gerir forriturum kleift að setja heimasíður beint inn í smáforrit sín, svo notendur þurfi ekki að flakka á milli forrita til að skoða efnið. Auk þessi er nýja stýrikerfið sagt bæta rafmagnsnýtingu snjalltækja. Nýtt forrit sem heitir Doze, notar hreyfiskynjara til þess að sjá hvort tækið er í notkun og ef ekki, þá slekkur forritið á öðrum forritum sem keyra í bakgrunninum. Burke sagði að Doze hefði tvöfaldað endingu rafhlöðu í Nexus 9 spjaldtölvu.Með fjölda tilkynninga sem komu fram á ráðstefnunni er að Google hefur gert samning við HBO um aðgang að streymiþjónustunni HBO Now. Ekki liggur fyrir hvenær sá notkunarmöguleiki verður í boði fyrir notendur, en hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem hefur aðgang að HBO now. Google kynnti einnig forritið Android@Home, sem er nokkurskonar samskiptamiðstöð allra snjalltækja á heimilum notenda. Þannig væri mögulega hægt að stýra öllum snjalltækjum heimilisins úr símum eða spjaldtölvum. Google Photos er ný þjónusta fyrirtækisins sem ætlað er að halda utan um allar ljósmyndir notenda. Þar verður notendum boðið að hafa óendanlegt pláss til að geyma og skipuleggja myndasöfn sín á netinu. Upprunalega var Photos hluti af Google+ en sá samfélagsmiðill er talinn misheppnaður þar sem mun færri skráðu sig en Google vonaðist til. Tækni Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Tæknirisinn Google kynnti nýjustu útgáfu Android stýrikerfisins á ráðstefnu í San Francisco í dag. Android M mun taka við af Android 5.0 Lollipopp seinna á þessu ári. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að nýju útgáfunni fylgi fjölmargar nýjungar og endurbætur. David Burke, varaforseti verkfræðideildar Google, sagði á ráðstefnunni að fyrirtækið hafi fylgst með hvað símaframleiðendurnir hafi verið að bæta við stýrikerfið. Google hefur fært margar af þeim viðbótum inn í kjarna Android. Samkvæmt The Verge hefur Google gert miklar breytingar á vafra sínum Chrome. Meðal annars verður notendum og forriturum boðið upp á notkunarmöguleikann Chrome Custom Tabs gerir forriturum kleift að setja heimasíður beint inn í smáforrit sín, svo notendur þurfi ekki að flakka á milli forrita til að skoða efnið. Auk þessi er nýja stýrikerfið sagt bæta rafmagnsnýtingu snjalltækja. Nýtt forrit sem heitir Doze, notar hreyfiskynjara til þess að sjá hvort tækið er í notkun og ef ekki, þá slekkur forritið á öðrum forritum sem keyra í bakgrunninum. Burke sagði að Doze hefði tvöfaldað endingu rafhlöðu í Nexus 9 spjaldtölvu.Með fjölda tilkynninga sem komu fram á ráðstefnunni er að Google hefur gert samning við HBO um aðgang að streymiþjónustunni HBO Now. Ekki liggur fyrir hvenær sá notkunarmöguleiki verður í boði fyrir notendur, en hingað til hefur Apple verið eina fyrirtækið sem hefur aðgang að HBO now. Google kynnti einnig forritið Android@Home, sem er nokkurskonar samskiptamiðstöð allra snjalltækja á heimilum notenda. Þannig væri mögulega hægt að stýra öllum snjalltækjum heimilisins úr símum eða spjaldtölvum. Google Photos er ný þjónusta fyrirtækisins sem ætlað er að halda utan um allar ljósmyndir notenda. Þar verður notendum boðið að hafa óendanlegt pláss til að geyma og skipuleggja myndasöfn sín á netinu. Upprunalega var Photos hluti af Google+ en sá samfélagsmiðill er talinn misheppnaður þar sem mun færri skráðu sig en Google vonaðist til.
Tækni Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira