Íslenski boltinn

Goðsögnin Óli Þórðar á Stöð 2 Sport í kvöld | Sjáðu stikluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sjötti þátturinn af Goðsögnum efstu deildar verður frumsýndur klukkan 21:00 á Stöð 2 Sport í kvöld.

Í þætti kvöldsins er ferill Ólafs Þórðarsonar tekinn fyrir en þessi mikli harðjaxl lék 185 leiki með ÍA í efstu deild og skoraði í þeim 28 mörk.

Ólafur varð sex sinnum Íslandsmeistari með ÍA sem leikmaður og einu sinni sem spilandi þjálfari (2001). Hann varð einnig fimm sinnum bikarmeistari sem leikmaður, einu sinni sem spilandi þjálfari (2000) og einu sinni sem þjálfari (2003).

Ólafur lék sem atvinnumaður í Noregi með Brann og Lyn á árunum 1989-1992.

Hann var valinn leikmaður ársins 1995 þegar hann skoraði 10 mörk í 18 leikjum fyrir Íslandsmeistaralið ÍA.

Ólafur lék 72 landsleiki á árunum 1984-1996 og skoraði í þeim fimm mörk.

Garðar Örn Arnarson er leikstjóri þáttanna en í spilaranum hér að ofan má sjá stikluna fyrir þáttinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×