Áhyggjufullir yfir ætlunum ESB Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2015 12:00 Gífurlegur fjöldi flóttamanna hefur reynt að fara yfir Miðjarðarhafið frá Líbýu. Vísir/EPA Stjórnvöld í Líbýu gagnrýna Evrópusambandið fyrir að ætla að heimila valdbeitingu gegn smyglurum innan landamæra Líbýu. Sendiherra landsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir áætlanir ESB vera óljósar og þær valdi stjórnvöldum áhyggjum. ESB leitar nú leyfis SÞ um að stöðva eða eyðileggja skip smyglara innan landhelgi Líbýu. Áætlanirnar eru hluti ESB í að hægja á straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu telja Sameinuðu þjóðirnar að um 60 þúsund manns hafi reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Af þeim er talið að 1.800 manns hafi látið lífið. Flestir flóttamennirnir koma frá hrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Erítreu, Nígeríu og Sómalíu. Meðal þess sem embættismenn í Brussel eru sagðir vinna að er að jafna dreifingu hælisleitenda á milli landa innan Evrópusambandsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sækja langflestir um hæli í Þýskalandi. Talið er að ESB muni kynna sérstakan hælisleitenda kvóta á miðvikudaginn. Slíkt kerfi yrði þó að vera samþykkt af ríkjum ESB en það þykir mjög umdeilt. Auk þess er unnið að tillögu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að skip á vegum ESB muni mega granda skipum smyglara innan landhelgi Líbýu og jafnvel senda hermenn á land. „Evrópusambandið hefur ekki haft nokkuð samráð við stjórnvöld Líbýu. Þeir hafa haldið upplýsingum um áætlanir þeirra frá okkur, eins og um hvernig hernaðaraðgerðir þeir muni framkvæma innan okkar landhelgi,“ sagði Ibrahim Dabbashi við BBC. Hann sagði ástandið valda miklum áhyggjum og vildi fá að vita hvernig ESB myndi til dæmis greina á milli fiskiskipa og skipa smyglara. Flóttamenn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira
Stjórnvöld í Líbýu gagnrýna Evrópusambandið fyrir að ætla að heimila valdbeitingu gegn smyglurum innan landamæra Líbýu. Sendiherra landsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum segir áætlanir ESB vera óljósar og þær valdi stjórnvöldum áhyggjum. ESB leitar nú leyfis SÞ um að stöðva eða eyðileggja skip smyglara innan landhelgi Líbýu. Áætlanirnar eru hluti ESB í að hægja á straumi flóttamanna yfir Miðjarðarhafið. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu telja Sameinuðu þjóðirnar að um 60 þúsund manns hafi reynt að flýja yfir Miðjarðarhafið á þessu ári. Af þeim er talið að 1.800 manns hafi látið lífið. Flestir flóttamennirnir koma frá hrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Erítreu, Nígeríu og Sómalíu. Meðal þess sem embættismenn í Brussel eru sagðir vinna að er að jafna dreifingu hælisleitenda á milli landa innan Evrópusambandsins. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sækja langflestir um hæli í Þýskalandi. Talið er að ESB muni kynna sérstakan hælisleitenda kvóta á miðvikudaginn. Slíkt kerfi yrði þó að vera samþykkt af ríkjum ESB en það þykir mjög umdeilt. Auk þess er unnið að tillögu fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að skip á vegum ESB muni mega granda skipum smyglara innan landhelgi Líbýu og jafnvel senda hermenn á land. „Evrópusambandið hefur ekki haft nokkuð samráð við stjórnvöld Líbýu. Þeir hafa haldið upplýsingum um áætlanir þeirra frá okkur, eins og um hvernig hernaðaraðgerðir þeir muni framkvæma innan okkar landhelgi,“ sagði Ibrahim Dabbashi við BBC. Hann sagði ástandið valda miklum áhyggjum og vildi fá að vita hvernig ESB myndi til dæmis greina á milli fiskiskipa og skipa smyglara.
Flóttamenn Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Sjá meira