Þar með lýkur 25 ára farsælum ferli þar sem Gebrselassie vann tvö Ólympíugull og átta gullverðlaun á heimsmeistaramótum og setti auk þess 27 heimsmet.
„Ég er hættur keppni en ekki að hlaupa. Maður getur ekki hægt að hlaupa, þetta er lífið mitt,“ sagði Eþíópíumaðurinn á Twitter í gær.
Besta vegalengd Gebrselassie var 10.000 metra hlaup en hann vann tvö Ólympíugull og fern gullverðlaun á HM utanhúss í þeirri grein.
Gebrselassie setti þrisvar sinnum heimsmet í 10.000 metra hlaupi en besti tími hans í þeirri grein er 26:22,75 mínútur. Hann átti einnig heimsmetið í maraþonhlaupi í fimm ár, 2008-2013.
Gebrselassie er núverandi heimsmethafi í 20.000 metra hlaupi og klukkutíma hlaupi.
I will retire as a competitive runner, not as a runner, I will never stop running and will continu to be a running ambassador.
— Haile Gebrselassie (@HaileGebr) May 10, 2015