Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. maí 2015 17:45 Saksóknarateymið sem sækir málið gegn Kaupþingsmönnum fyrir hönd embættis sérstaks saksóknara. Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Noregi, Jan Petter Sissener, kvaðst fyrir dómi í dag hafa hætt störfum hjá bankanum í febrúar 2008 vegna óánægju með ársreikning bankans fyrir árið 2007. Sissener bar vitni í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings. Sissener sagðist hafa spurt stjórnendur bankans út í ýmislegt í kjölfar ársreikningsins en fengið ófullnægjandi svör við spurningum sínum. „Ég er ekki í vafa um það að bankinn leit á þetta sem brot á trygglyndi og það má segja að það hafi verið rétt. Ef maður treystir ekki ársreikningum fyrirtækisins þá er það skortur á trygglyndi,” sagði Sissener.Mikil kaup eigin viðskipta „óásættanleg” Saksóknari spurði Sissener svo út í viðskipti bankans með eigin hlutabréf og sagðist hann hafa óskað eftir áliti breskrar lögfræðistofu á vegna mikilla kaupa bankans í sjálfum sér. „Niðurstaða þeirra var sú að þetta væri með öllu óásættanlegt í alþjóðlegu tilliti og að ég ætti að ræða þetta við Helga Sigurðsson [yfirlögfræðing Kauþings] og Hreiðar Má. Ég lagði til að þessi kaup yrðu stöðvuð og eftir heitar umræður í viku stöðvuðu þeir þessa markaðsvakt. Svo skilst mér að þeta hafi farið í gang hjá Glitni og nú hef ég síðan haft fregnir af því að þetta fór aftur í gang hjá Kaupþingi.” Undir lok skýrslutökunnar kom fram að Sissener hefur staðið í málaferlum við Kaupþing vegna starfsloka hans.Skynjaði óánægju vegna mikilla kaupa eigin viðskipta í bankanum Birna Jenna Jónsdóttir, fyrrverandi starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings, bar einnig vitni fyrir dómi í dag. Hlutverk hennar innan deildarinnar var að vera með viðskiptavakt í skuldabréfum og kvaðst hún ekki hafa þekkt stefnu bankans varðandi kaup og sölu í sjálfum sér. Saksóknari spurði hana þá hvort hún vissi eitthvað um afskipti yfirmanna af viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi. Birna sagði að Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta og einn af ákærðu í málinu, hefði fengið símtöl en hún vissi ekki frá hverjum né hversu oft. Aðspurð hvort hún hafi skynjað að starfsmenn eigin viðskipta hafi verið óánægðir með mikil kaup í Kaupþingi sagði Birna: „Já, ég skynjaði það undir lokin að það var óánægja með hvað það var keypt mikið. [...] Ég sá það á Birni, ég þekki hann vel.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59