Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:56 Allir ákærðu hafa gefið skýrslur en nú standa yfir vitnaleiðslur yfir öðrum. Vísir/GVA Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. Hann var næsti yfirmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans og er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Næsti yfirmaður Guðmundar sjálfs var Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem einnig er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Fyrir dómi í dag bar Guðmundur að hann hefði ekki haft mikil afskipti af viðskiptum eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. Hann hafi til að mynda ekki verið í daglegum samskiptum við Einar Pálma enda sagði Guðmundur að starf sitt hefði aðallega snúið að lausafjárstýringu bankans.Bera fyrir sig litlu sjálfstæði Mikið hefur verið rætt um sjálfstæði deildar eigin viðskipta þegar kom að hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Hafa starfsmenn deildarinnar sem ákærðir eru í málinu borið við að sjálfstæði þeirra hafi verið lítið þegar kom að þessum viðskiptum og spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Guðmund út í þetta. „Ég held að sjálfstæðið hafi verið minna en ég gerði mér grein fyrir og fékk að vita það í samtölum við Einar Pálma hvernig aðkoma forstjóra [Ingólfs Helgasonar] væri að þessu með fyrirmælum. [...] Ég held að það hafi verið nokkuð stöðugt samtal þarna á milli,” sagði Guðmundur. Saksóknari spurði þá hvort honum hafi ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem hann hafi verið næsti yfirmaður Einars Pálma, ekki Ingólfur. „Mér fannst það kannski ekki. Ég leit þannig á að þetta væri ekki staða sem við bærum ábyrgð eða að ég bæri ábyrgð á. Það voru fleiri stöður sem voru skráðar af yfirstjórn... erlend hlutabréf þar sem við ákváðum ekkert varðandi stöðutöku. Ég leit þetta sömu augum.” Guðmundur var þá spurður hvort að Ingólfur hafi stýrt safninu með hlutabréf Kaupþings. „Þeir verða að svara því... Ég get bara sagt að ég hafði ekki áhyggjur af þessum viðskiptum eða að við bærum ábyrgð á þeim. Ég leit ekki þannig á að þetta væri stöðutaka sem starfsmenn eigin viðskipta eða ég bærum ábyrgð á.”Ákvað bónusa með forstjóra og starfsmannastjóra Guðmundur kvaðst hafa rætt viðskipti með eigin hlutabréf stuttlega við Ingólf en það hafi aðallega verið tengt frammistöðu deildar eigin viðskipta en fyrir liggur í málinu að tap Kaupþings af viðskiptum með eigin bréf var 6,3 milljarðar. „Ég ræddi við hann um bónusgreiðslur og annað sem var ársfjórðungslegur höfuðverkur. Mér fannst ekki að það væri hægt að dæma starfsmennina út af stöðunni sem var þarna. [...] Þetta var að mínu frumkvæði því ég bar sameiginlega ábyrgð með forstjóra og starfsmannastjóra að ákveða bónusa.” Aðspurður hvort honum hafi fundist ósanngjarnt að viðskipti með eigin bréf væru tekin þar inn, játaði Guðmundur því. Verjandi Ingólfs Helgasonar spurði Guðmund svo hvort hann vissi til þess að forstjórinn hefði gefið eigin viðskiptum fyrirmæli varðandi ákveðið magn eða verð í hlutabréfum Kaupþings. Sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Hann var þá spurður hvort að starfsmenn eigin viðskipta hafi einhvern tímann leitað til hans út af afskiptum Ingólfs. „Ég get ekki dagsett neitt í því sambandi en ég held hann... ég veit ekki hvort að ég var á staðnum og varð einhvern tímann vitni að því að hann hringdi.” Aðspurður hvort hann vissi hvað fram fór í símtalinu svaraði Guðmundur því neitandi. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. Hann var næsti yfirmaður Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans og er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Næsti yfirmaður Guðmundar sjálfs var Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem einnig er ákærður í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. Fyrir dómi í dag bar Guðmundur að hann hefði ekki haft mikil afskipti af viðskiptum eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. Hann hafi til að mynda ekki verið í daglegum samskiptum við Einar Pálma enda sagði Guðmundur að starf sitt hefði aðallega snúið að lausafjárstýringu bankans.Bera fyrir sig litlu sjálfstæði Mikið hefur verið rætt um sjálfstæði deildar eigin viðskipta þegar kom að hlutabréfakaupum í bankanum sjálfum. Hafa starfsmenn deildarinnar sem ákærðir eru í málinu borið við að sjálfstæði þeirra hafi verið lítið þegar kom að þessum viðskiptum og spurði Björn Þorvaldsson, saksóknari, Guðmund út í þetta. „Ég held að sjálfstæðið hafi verið minna en ég gerði mér grein fyrir og fékk að vita það í samtölum við Einar Pálma hvernig aðkoma forstjóra [Ingólfs Helgasonar] væri að þessu með fyrirmælum. [...] Ég held að það hafi verið nokkuð stöðugt samtal þarna á milli,” sagði Guðmundur. Saksóknari spurði þá hvort honum hafi ekki fundist neitt athugavert við þetta þar sem hann hafi verið næsti yfirmaður Einars Pálma, ekki Ingólfur. „Mér fannst það kannski ekki. Ég leit þannig á að þetta væri ekki staða sem við bærum ábyrgð eða að ég bæri ábyrgð á. Það voru fleiri stöður sem voru skráðar af yfirstjórn... erlend hlutabréf þar sem við ákváðum ekkert varðandi stöðutöku. Ég leit þetta sömu augum.” Guðmundur var þá spurður hvort að Ingólfur hafi stýrt safninu með hlutabréf Kaupþings. „Þeir verða að svara því... Ég get bara sagt að ég hafði ekki áhyggjur af þessum viðskiptum eða að við bærum ábyrgð á þeim. Ég leit ekki þannig á að þetta væri stöðutaka sem starfsmenn eigin viðskipta eða ég bærum ábyrgð á.”Ákvað bónusa með forstjóra og starfsmannastjóra Guðmundur kvaðst hafa rætt viðskipti með eigin hlutabréf stuttlega við Ingólf en það hafi aðallega verið tengt frammistöðu deildar eigin viðskipta en fyrir liggur í málinu að tap Kaupþings af viðskiptum með eigin bréf var 6,3 milljarðar. „Ég ræddi við hann um bónusgreiðslur og annað sem var ársfjórðungslegur höfuðverkur. Mér fannst ekki að það væri hægt að dæma starfsmennina út af stöðunni sem var þarna. [...] Þetta var að mínu frumkvæði því ég bar sameiginlega ábyrgð með forstjóra og starfsmannastjóra að ákveða bónusa.” Aðspurður hvort honum hafi fundist ósanngjarnt að viðskipti með eigin bréf væru tekin þar inn, játaði Guðmundur því. Verjandi Ingólfs Helgasonar spurði Guðmund svo hvort hann vissi til þess að forstjórinn hefði gefið eigin viðskiptum fyrirmæli varðandi ákveðið magn eða verð í hlutabréfum Kaupþings. Sagðist Guðmundur ekki vita til þess. Hann var þá spurður hvort að starfsmenn eigin viðskipta hafi einhvern tímann leitað til hans út af afskiptum Ingólfs. „Ég get ekki dagsett neitt í því sambandi en ég held hann... ég veit ekki hvort að ég var á staðnum og varð einhvern tímann vitni að því að hann hringdi.” Aðspurður hvort hann vissi hvað fram fór í símtalinu svaraði Guðmundur því neitandi.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Taldi Ingólf Helgason ekki hafa óeðlileg afskipti af deild eigin viðskipta Ólöf Embla Einarsdóttir, regluvörður Kaupþings á ákærutímabilinu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli bankans fyrir hrun, bar vitni fyrir dómi í dag. 11. maí 2015 11:59
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45