Markaðsmisnotkunarmálið: „Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2015 13:15 Saksóknari spilaði tvö símtöl fyrir dómi í dag sem Helgi er aðili að. Símtölin voru hleruð við rannsókn málsins í apríl 2010 og í þeim ræðir Helgi við Bjarka Diego, einn af ákærðu, um svokölluð Desulo-viðskipti en fyrir þau er ákært í málinu. Vísir Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans eru ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á 11 mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Helga hver samskipti hans hafi verið við starfsmenn eigin viðskipta bankans en þrír þeirra eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Helgi sagðist hafa átt einhver samskipti við starfsmenn eigin viðskipta eins og við starfsmenn annrra deilda bankans. Hann kvaðst telja að starfsmennirnir hafi verið sjálfstæðir í sínum störfum og sagðist ekkert vita um afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, af viðskiptum deildarinnar með bréf í Kaupþingi. Yfirlögfræðingurinn fyrrverandi lagði svo mikla áherslu á að Kaupþingi, sem og öðrum fjármálafyrirtækjum, hefði verið heimilt samkvæmt lögum að kaupa eigin hlutabréf á eigin reikning.„Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Saksóknari spilaði tvö símtöl fyrir dómi í dag sem Helgi er aðili að. Símtölin voru hleruð við rannsókn málsins í apríl 2010 og í þeim ræðir Helgi við Bjarka Diego, einn af ákærðu, um svokölluð Desulo-viðskipti en fyrir þau er ákært í málinu. Desulo var eignarhaldsfélag í eigu Egils Ágústssonar sem keypti hlutabréf í Kaupþingi árið 2008 en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Í öðru símtalanna segir Helgi við Bjarka um viðskiptin: „Þarna er bókstaflega verið að “plassera” bréfum. Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti ef það átti ekkert fé að koma til þarna og það var ekki einu sinni rætt.” Aðspurður um þessi orð sín gaf Helgi lítið fyrir þau og sagði: „Í fyrsta lagi vissi ég ekkert um þessi viðskipti [...] en ég hafði skilið það þannig að eigandi félagsins hafi ekki vitað af viðskiptunum. Ég hafði í raun engar forsendur til að draga þessar ályktanir sem koma fram í þessu símtali.”„Ég veit náttúrulega ekkert um þetta“ Í hinu símtalinu sem einnig var spilað, og er hlerað sex dögum fyrr en símtalið sem var spilað fyrst, kemur nokkuð bersýnilega fram að Helgi hafi ekkert vitað um Desulo-viðskiptin þar sem hann biður Bjarka um að útskýra þau fyrir sér. Í símtalinu ræða þeir svo ítrekað um það að Desulo hafi ekki komið með neitt eigið fé inn í viðskiptin. Saksóknari bað Helga um að greina betur frá hvað þeir Bjarki ættu við þar. „Ég veit náttúrulega ekkert um þetta og það er svo erfitt að meta einhverjar forsendur sem maður veit ekkert um. Það eru margvíslegir hagsmunir sem bankinn getur haft af því að hafa viðskipti við ákveðna aðila og kjörin ráðast af ákveðnum forsendum. Ég get ekki sagt til um þær forsendur.”„Við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali“ Ekki var saksóknari sáttur við þetta svar og hélt áfram að spyrja Helga út í símtalið. Hann var þá ekkert sérstaklega sáttur við það og svaraði: „Ég er þarna bara í spjalli við einhvern mann. Bankar eru með alls konar hagsmuni og viðskipti manna ráða því á hvaða kjörum þeir taka lán. Ég get ekki setið hér í vitnastúku og farið að babbla um einhver lánaviðskipti, það er bara fráleitt. Ég þekki ekki forsendurnar að baki þessum viðskiptum og við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali.” Að lokum má taka fram að Helgi starfar í dag sem lögmaður og var á meðal verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn fyrrum starfsmönnum og stjórnendum þess banka sem dæmt var í í nóvember síðastliðnum. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Helgi Sigurðsson, fyrrverandi yfirlögfræðingur Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í dag. Níu fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans eru ákærðir í málinu fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik á 11 mánaða tímabili fyrir fall bankans í október 2008. Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Helga hver samskipti hans hafi verið við starfsmenn eigin viðskipta bankans en þrír þeirra eru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi. Helgi sagðist hafa átt einhver samskipti við starfsmenn eigin viðskipta eins og við starfsmenn annrra deilda bankans. Hann kvaðst telja að starfsmennirnir hafi verið sjálfstæðir í sínum störfum og sagðist ekkert vita um afskipti Ingólfs Helgasonar, forstjóra Kaupþings á Íslandi, af viðskiptum deildarinnar með bréf í Kaupþingi. Yfirlögfræðingurinn fyrrverandi lagði svo mikla áherslu á að Kaupþingi, sem og öðrum fjármálafyrirtækjum, hefði verið heimilt samkvæmt lögum að kaupa eigin hlutabréf á eigin reikning.„Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti“ Saksóknari spilaði tvö símtöl fyrir dómi í dag sem Helgi er aðili að. Símtölin voru hleruð við rannsókn málsins í apríl 2010 og í þeim ræðir Helgi við Bjarka Diego, einn af ákærðu, um svokölluð Desulo-viðskipti en fyrir þau er ákært í málinu. Desulo var eignarhaldsfélag í eigu Egils Ágústssonar sem keypti hlutabréf í Kaupþingi árið 2008 en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Í öðru símtalanna segir Helgi við Bjarka um viðskiptin: „Þarna er bókstaflega verið að “plassera” bréfum. Þetta eru svo augljóslega sýndarviðskipti ef það átti ekkert fé að koma til þarna og það var ekki einu sinni rætt.” Aðspurður um þessi orð sín gaf Helgi lítið fyrir þau og sagði: „Í fyrsta lagi vissi ég ekkert um þessi viðskipti [...] en ég hafði skilið það þannig að eigandi félagsins hafi ekki vitað af viðskiptunum. Ég hafði í raun engar forsendur til að draga þessar ályktanir sem koma fram í þessu símtali.”„Ég veit náttúrulega ekkert um þetta“ Í hinu símtalinu sem einnig var spilað, og er hlerað sex dögum fyrr en símtalið sem var spilað fyrst, kemur nokkuð bersýnilega fram að Helgi hafi ekkert vitað um Desulo-viðskiptin þar sem hann biður Bjarka um að útskýra þau fyrir sér. Í símtalinu ræða þeir svo ítrekað um það að Desulo hafi ekki komið með neitt eigið fé inn í viðskiptin. Saksóknari bað Helga um að greina betur frá hvað þeir Bjarki ættu við þar. „Ég veit náttúrulega ekkert um þetta og það er svo erfitt að meta einhverjar forsendur sem maður veit ekkert um. Það eru margvíslegir hagsmunir sem bankinn getur haft af því að hafa viðskipti við ákveðna aðila og kjörin ráðast af ákveðnum forsendum. Ég get ekki sagt til um þær forsendur.”„Við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali“ Ekki var saksóknari sáttur við þetta svar og hélt áfram að spyrja Helga út í símtalið. Hann var þá ekkert sérstaklega sáttur við það og svaraði: „Ég er þarna bara í spjalli við einhvern mann. Bankar eru með alls konar hagsmuni og viðskipti manna ráða því á hvaða kjörum þeir taka lán. Ég get ekki setið hér í vitnastúku og farið að babbla um einhver lánaviðskipti, það er bara fráleitt. Ég þekki ekki forsendurnar að baki þessum viðskiptum og við erum bara í bollaleggingum í þessu símtali.” Að lokum má taka fram að Helgi starfar í dag sem lögmaður og var á meðal verjenda í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn fyrrum starfsmönnum og stjórnendum þess banka sem dæmt var í í nóvember síðastliðnum.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56 Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16 Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Taldi tap vegna hlutabréfakaupa í Kaupþingi ekki eiga að hafa áhrif á bónusa Guðmundur Þórður Guðmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, bar vitni í markaðsmisnotkunarmáli bankans í morgun. 12. maí 2015 10:56
Hafði áhyggjur af orðspori sínu á meðan hann starfaði fyrir Kaupþing Nikolas Holttum, alþjóðlegur regluvörður Kaupþings frá því í október 2007 til júlí 2008, kvaðst fyrir dómi í dag hafa sagt upp störfum hjá bankanum vegna áhugaleysis í yfirstjórn bankans. 11. maí 2015 14:16
Lagði til að Kaupþing hætti að kaupa eigin hlutabréf því viðskiptin voru "óásættanleg” Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings fóru fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. maí 2015 17:45