Annar þáttur Pepsi-markanna var á dagskrá á Stöð 2 Sport í gærkvöldi, en þar var farið yfir aðra umferðina í Pepsi-deildinni.
Hörður Magnússon stýrir þáttunum að vanda, en í gær var hann með Skagamennina Hjört Hjartarson og Arnar Gunnlaugsson sér til aðstoðar. Þeir eru báðir nýliðar í Pepsi-mörkunum í ár.
Alls voru 15 mörk skoruð í leikjunum sex, en þriðja umferðin verður svo leikin í heild sinni á sunnudaginn.
Líkt og í fyrra verður styttri útgáfa af Pepsi-mörkunum birt á Vísi daginn eftir frumsýningu.
Pepsi-mörkin | 2. þáttur
Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Keflavík 2-0 | Skiptingar Heimis gerðu gæfumuninn
Enn voru varamenn FH-inga í aðalhlutverkum hjá Heimi Guðjónssyni.

Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Leiknir - ÍA 0-1 | Garðar hetja Skagamanna í Breiðholtinu
ÍA bar sigurorð af Leikni í fyrsta leik Breiðhyltinga í efstu deild. Garðar Gunnlaugsson skoraði eina mark leiksins um miðjan seinni hálfleik.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Valur 2-2 | Tvískipt í Víkinni
Víkingur og Valur gerðu 2-2 jafntefli í 2. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Stjarnan 0-2 | Meistararnir byrja vel
Íslandsmeistarar Stjörnunnar hefja leiktíðina í Pepsi-deildinni vel. Liðið er búið að vinna báða sína leiki í deildinni til þessa en þeir fóru báðir fram á útivöllum. Að þessu sinni vann Stjarnan sigur á ÍBV.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 2-2 | Guðjón Pétur ásinn í ermi Blika
Breiðablik og KR skildu jöfn í annarri umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Fylkir stal stigi
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli á Fjölnisvellinum í 2. umferð Pepsi-deildar karla.