Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2015 18:02 Neymar skorar annað mark sitt. vísir/getty Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. Þetta er í áttunda sinn sem Barcelona kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2011. Þýsku meistararnir byrjuðu leikinn vel og Mehdi Benatia kom þeim yfir á 7. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Xabi Alonso. Þetta var fyrsta markið sem Barcelona fær á sig síðan í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain 15. apríl. Forystan entist aðeins í átta mínútur. Á 15. mínútu sendi Lionel Messi Luis Suárez í gegnum vörn heimamanna. Suárez var óeigingjarn og lagði boltann til hliðar á Neymar sem skoraði af stuttu færi. Brasilíumaðurinn var ekki hættur og á 29. mínútu kom hann Börsungum yfir eftir skyndisókn. Messi skallaði boltann inn fyrir galopna vörn Bayern á Suárez sem sendi svo þvert fyrir markið á Neymar sem lagði boltann fyrir sig með bringunni og skoraði svo með góðu skoti á nærstöngina. Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Neymar skorar í.Robert Lewandowski jafnaði metin í 2-2.vísir/gettyNeymar skoraði einnig í fyrri leiknum og varð þar með annar leikmaðurinn sem skorar í báðum leikjunum í átta-liða úrslitunum og báðum undanúrslitaviðureignunum í sögu Meistaradeildarinnar. Hinn er Fernando Morientes sem afrekaði það sama með Monaco tímabilið 2003-04. Eftir mörk Neymars var staða Bayern orðin nánast ómöguleg enda þurfti liðið að skora fimm mörk til að komast áfram. Bæjarar fengu fín tækifæri til að skora en Marc-André ter Stegen átti mjög góðan leik í marki Barcelona. Staðan var 1-2 í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin á 59. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger. Bæjarar héldu áfram og á 74. mínútu kom Thomas Müller þeim yfir eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þetta var sjöunda mark Müllers í Meistaradeildinni í vetur og 28. í heildina. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði sigri sem dugði þeim skammt. Þetta er annað árið í röð sem lærisveinar Pep Guardiola falla úr leik í undanúrslitunum. Það kemur svo í ljós á morgun hvort það verður Real Madrid eða Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi.Benatia 1-0 Neymar 1-1 Neymar 1-2 Lewandowski 2-2 Müller 3-2 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. Þetta er í áttunda sinn sem Barcelona kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2011. Þýsku meistararnir byrjuðu leikinn vel og Mehdi Benatia kom þeim yfir á 7. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Xabi Alonso. Þetta var fyrsta markið sem Barcelona fær á sig síðan í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain 15. apríl. Forystan entist aðeins í átta mínútur. Á 15. mínútu sendi Lionel Messi Luis Suárez í gegnum vörn heimamanna. Suárez var óeigingjarn og lagði boltann til hliðar á Neymar sem skoraði af stuttu færi. Brasilíumaðurinn var ekki hættur og á 29. mínútu kom hann Börsungum yfir eftir skyndisókn. Messi skallaði boltann inn fyrir galopna vörn Bayern á Suárez sem sendi svo þvert fyrir markið á Neymar sem lagði boltann fyrir sig með bringunni og skoraði svo með góðu skoti á nærstöngina. Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Neymar skorar í.Robert Lewandowski jafnaði metin í 2-2.vísir/gettyNeymar skoraði einnig í fyrri leiknum og varð þar með annar leikmaðurinn sem skorar í báðum leikjunum í átta-liða úrslitunum og báðum undanúrslitaviðureignunum í sögu Meistaradeildarinnar. Hinn er Fernando Morientes sem afrekaði það sama með Monaco tímabilið 2003-04. Eftir mörk Neymars var staða Bayern orðin nánast ómöguleg enda þurfti liðið að skora fimm mörk til að komast áfram. Bæjarar fengu fín tækifæri til að skora en Marc-André ter Stegen átti mjög góðan leik í marki Barcelona. Staðan var 1-2 í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin á 59. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger. Bæjarar héldu áfram og á 74. mínútu kom Thomas Müller þeim yfir eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þetta var sjöunda mark Müllers í Meistaradeildinni í vetur og 28. í heildina. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði sigri sem dugði þeim skammt. Þetta er annað árið í röð sem lærisveinar Pep Guardiola falla úr leik í undanúrslitunum. Það kemur svo í ljós á morgun hvort það verður Real Madrid eða Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi.Benatia 1-0 Neymar 1-1 Neymar 1-2 Lewandowski 2-2 Müller 3-2
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sveinn Aron skoraði, lagði og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Í beinni: Man. City - Bournemouth | De Bruyne kveður Etihad „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn