NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2015 07:30 Það kom ekki á óvart að það hafi soðið upp úr í leik Cleveland Cavaliers og Chicago Bulls í nótt. Vísir/Getty Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum. NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira
Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt.LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar fyrir Cleveland Cavaliers í 106-101 heimasigri á Chicago Bulls. Hann var einnig með 3 stolna bolta og 3 varin skot auk þess að hitta úr 58 prósent skota sinna og tapa ekki einum einasta bolta. „Ég hrósa honum fyrir að taka okkur á bakið í þessum leik," sagði Kyrie Irving um LeBron en Irving var sjálfur með 25 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Jimmy Butler skoraði 29 stig fyrir Chicago-liðið og Mike Dunleavy var með 19 stig. Leikstjórnandinn Derrick Rose skoraði 12 af 16 stigum sínum í fyrsta leikhlutanum en hitti síðan aðeins úr 2 af 15 skotum sínum í síðustu þremur leikhlutunum. Cleveland var 90-73 yfir þegar sex mínútur voru eftir en Bulls-liðið gafst ekki upp og minnkaði muninn í 101-99 þegar 1:18 var eftir. Pau Gasol lék ekki með Chicago Bulls vegna meiðsla og þá var Taj Gibson rekinn út úr húsi fyrir að hrinda og sparka í litla leikstjórnandann Matthew Dellavedova. James sagði eftir leikinn að Dellavedova væri harðasti maðurinn í Cleveland-liðinu.James Harden lét ekki veikindi stoppa sig og var með þrennu þegar Houston Rockets hélt sér á lífi með 124-103 heimasigri á Los Angeles Clippers. Staðan er nú 3-2 fyrir Clippers sem fær annað tækifæri til að slá út Harden og félaga í næsta leik og þá er liðið á heimavelli. Harden fékk næringu í æð fyrir leikinn en var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. „Ég er í lagi. Við unnum þannig að það er það eina sem skiptir máli," sagði James Harden á milli þess að hann hóstaði og saug upp í nefið á blaðamannafundi eftir leikinn. Þrenna Harden var sú fyrsta hjá leikmanni Houston Rockets í úrslitakeppni síðan að Steve Francis náði þrennunni vorið 2004. Los Angeles Clippers var búið að vinna tvo stóra sigra í röð en núna beit Houston-liðið frá sér. Kevin McHale, þjálfari Houston, setti Josh Smith inn í byrjunarliðið fyrir Terrence Jones. Dwight Howard var með 20 stig og 15 fráköst fyrir Houston og Trevor Ariza skoraði 22 stig. Blake Griffin skoraði 30 stig og tók 16 fráköst fyrir Clippers-liðið Chris Paul bætti við 22 stigum og 10 stoðsendingum. Sjötti leikurinn í báðum þessum einvígum er síðan aðfaranótt föstudagsins en í kvöld mætast Atlanta Hawks og Washington Wizards annarsvegar og Golden State Warriors og Memphis Grizzlies hinsvegar en staðan er 2-2 í báðum einvígunum.
NBA Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Sjá meira