Íslenski boltinn

Björgólfur aftur í heimahagana

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgólfur í leik með Fram á síðustu leiktíð.
Björgólfur í leik með Fram á síðustu leiktíð. vísir/daníel
Björgólfur Takefusa er genginn í raðir Þróttar á ný.

Björgólfur er uppalinn Þróttari og lék með liðinu seinni hluta tímabilsins í fyrra, þá sem lánsmaður frá Fram.

Björgólfur lék átta deildarleiki með Fram í fyrra en skoraði þrjú mörk í níu leikjum með Þrótti eftir að hann færði sig um set um mitt sumar. Framherjinn, sem er 35 ára, hefur einnig leikið með Fylki, KR, Víkingi og Val hér á landi.

Björgólfur, sem er í 8.-9. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi, gæti leikið sinn fyrsta leik með Þrótti gegn BÍ/Bolungarvík á laugardaginn.

Þróttarar eru í toppsæti 1. deildar en þeir unnu öruggan 4-1 sigur á Þór í fyrstu umferðinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×