Allegri: Ætluðum að sækja á James og Isco Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2015 22:02 Allegri heilsar Carlo Anchelotti, stjóra Real Madrid, fyrir leikinn í kvöld. vísir/getty Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, sagði eftir jafntefli ítölsku meistaranna og Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld að hann hefði kvatt sína menn til að sækja grimmt á miðjumenn Madrídinga, þá James Rodríguez og Isco. „Ég vissi að leikurinn yrði svona,“ sagði Allegri sem tók við Juventus af Antonio Conte fyrir tímabilið. „Ég sagði við strákana að við þyrftum að sýna hugrekki og spila góðan fótbolta. „Isco og James eru ekki sterkustu varnarmennirnir svo ég sagði við mína menn að sækja á þá og láta þá verjast,“ sagði Allegri. Juventus er þegar orðið ítalskur meistari og komið í úrslitaleik bikarkeppninnar þar í landi. Tímabilið í ár gæti því orðið sögulegt en liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að vinna þrennuna. „Ég er að vinna með stórkostlegum hópi leikmanna. Þetta var frábær undanúrslitarimma þar sem bæði lið áttu sína möguleika,“ sagði Allegri ennfremur, alsæll eftir leikinn, en Juventus mætir Barcelona í úrslitaleiknum 6. júní næstkomandi. „Við eigum skilið að vera í úrslitum og ætlum að standa okkur vel þar. „Það er nánast ómögulegt að spila á móti Barcelona en það er eitt að spila tvo leiki við þá, heima og að heiman, eða í einum úrslitaleik. Þar getur allt gerst,“ sagði Allegri að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu rimmu Evra og leiðinlega boltastráksins Real Madrid og Juventus eigast nú við í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 13. maí 2015 20:03 Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02 Morata skaut Juventus áfram gegn sínu gamla liði | Sjáðu mörkin Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. 13. maí 2015 16:20 Suárez mætir Evra og Chiellini í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Það verða Barcelona og Juventus sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. 13. maí 2015 21:21 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri Juventus, sagði eftir jafntefli ítölsku meistaranna og Real Madrid á Santiago Bernabeu í kvöld að hann hefði kvatt sína menn til að sækja grimmt á miðjumenn Madrídinga, þá James Rodríguez og Isco. „Ég vissi að leikurinn yrði svona,“ sagði Allegri sem tók við Juventus af Antonio Conte fyrir tímabilið. „Ég sagði við strákana að við þyrftum að sýna hugrekki og spila góðan fótbolta. „Isco og James eru ekki sterkustu varnarmennirnir svo ég sagði við mína menn að sækja á þá og láta þá verjast,“ sagði Allegri. Juventus er þegar orðið ítalskur meistari og komið í úrslitaleik bikarkeppninnar þar í landi. Tímabilið í ár gæti því orðið sögulegt en liðið er aðeins tveimur sigrum frá því að vinna þrennuna. „Ég er að vinna með stórkostlegum hópi leikmanna. Þetta var frábær undanúrslitarimma þar sem bæði lið áttu sína möguleika,“ sagði Allegri ennfremur, alsæll eftir leikinn, en Juventus mætir Barcelona í úrslitaleiknum 6. júní næstkomandi. „Við eigum skilið að vera í úrslitum og ætlum að standa okkur vel þar. „Það er nánast ómögulegt að spila á móti Barcelona en það er eitt að spila tvo leiki við þá, heima og að heiman, eða í einum úrslitaleik. Þar getur allt gerst,“ sagði Allegri að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu rimmu Evra og leiðinlega boltastráksins Real Madrid og Juventus eigast nú við í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 13. maí 2015 20:03 Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02 Morata skaut Juventus áfram gegn sínu gamla liði | Sjáðu mörkin Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. 13. maí 2015 16:20 Suárez mætir Evra og Chiellini í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Það verða Barcelona og Juventus sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. 13. maí 2015 21:21 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Sjáðu rimmu Evra og leiðinlega boltastráksins Real Madrid og Juventus eigast nú við í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 13. maí 2015 20:03
Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. 12. maí 2015 18:02
Morata skaut Juventus áfram gegn sínu gamla liði | Sjáðu mörkin Það verður Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. 13. maí 2015 16:20
Suárez mætir Evra og Chiellini í úrslitaleik Meistaradeildarinnar Það verða Barcelona og Juventus sem mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi. 13. maí 2015 21:21
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti