Hver er þessi Matthew Dellavedova? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. maí 2015 11:30 Matthew Dellavedova. Vísir/Getty Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington. NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
Matthew Dellavedova hefur vakið mikla athygli með liði Cleveland Cavaliers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en hann átti stórleik með liðinu á móti Chicago Bulls í nótt. Dellavedova hitti úr sjö af ellefu skotum sínum og skoraði 19 stig þegar Cleveland Cavaliers sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 94-73 sigri. Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu þar sem hann var stigahæsti leikmaður Cleveland-liðsins í leik. Dellavedova spilaði mjög mikilvægt hlutverk í leiknum eftir að Kyrie Irving þurfti af yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla á hné. En hver er þessi leikmaður sem David Blatt, þjálfari Cleveland Cavaliers, hefur svona mikla trú á og LeBron James talar um sem harðasta leikmanninn í liðinu? Matthew Dellavedova er 24 ára gamall og 193 sentímetra hár Ástrali sem er á sínu öðru tímabili með Cavaliers. Dellavedova var fjögur ár hjá Saint Mary's háskólanum þar sem hann skoraði 14,2 stig og gaf 5,6 stoðsendingar í leik á háskólaferlinum. Enginn hefur skorað fleiri stig eða gefið fleiri stoðsendingar í sögu skólans. Dellavedova var ekki valinn í nýliðavalinu en vann sig inn í liðið í gegnum Sumardeildina. Dellavedova fékk tveggja ára samning hjá Cleveland Cavaliers og fékk fyrir þau 1,3 milljón dollara eða um 170 milljónir íslenskra króna. Matthew Dellavedova hefur spilað með ástralska landsliðinu frá 2009 og var í hóp liðsins bæði á ÓL í London 2012 og HM á Spáni 2014. Á heimsmeistaramótinu var hann með 7,5 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Dellavedova hefur verið mun meira áberandi á þessu tímabili en í fyrra enda hefur gengi liðsins gjörbreyst eftir að LeBron James snéri aftur heim. Dellavedova var með 4,8 stig og 3,0 stoðsendingar að meðaltali á 20,6 mínútum í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni hefur hann verið með 6,0 stig og 2,7 stoðsendingar að meðaltali á 18,2 mínútum. Leikurinn hans í nótt var hinsvegar hans langbesti í úrslitakeppninni hvað varðar stigaskor (19 stig) en hann var með 18 stig og 12 stoðsendingar í lokaleik Cleveland-liðsins í deildarkeppninni. Það er mjög líklegt að Matthew Dellavedova komi inn í byrjunarlið Cleveland Cavaliers verði Kyrie Irving ekki leikfær í fyrsta leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar. Mótherjinn þar verður annaðhvort Atlanta Hawks eða Washington Wizards en þau spila sjötta leikinn í nótt. Atlanta-liðið er 3-2 yfir en næsti leikur er á heimavelli Washington.
NBA Tengdar fréttir James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10 Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30 NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30 Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Handbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Grindavík | Tvö taplaus í Kaldalónshöllinni Í beinni: KR - Þór Þ. | Heldur fullkomin byrjun KR áfram? Í beinni: Valur - Ármann | Lið í leit að fyrsta sigri Í beinni: ÍA - Njarðvík | Fagna Skagamenn aftur heima? Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Sjá meira
James tryggði sigurinn með flautukörfu LeBron James var hetja Cleveland gegn Chicago í kvöld. 10. maí 2015 22:10
Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út. 11. maí 2015 07:30
NBA: LeBron með 38 stig í sigri Cavs og Harden með þrennu | Myndbönd Cleveland Cavaliers er komið 3-2 yfir á móti Chicago Bulls og Houston Rockets er enn á lífi eftir að liðin unnu fimmta leikinn í undanúrslitaeinvígum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. 13. maí 2015 07:30