Barist við hlið Palmyra Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2015 15:45 Bardagar eru nú sagðir geisa við rústirnar í Palmyra. Vísir/AFP Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Yfirmaður UNESCO hefur miklar áhyggjur af bardögum sem geysa nú á milli vígamanna Íslamska ríkisins og stjórnarhers Sýrlands nærri rústum borgarinnar Palmyra í Sýrlandi. Irina Bokova, ræddi við blaðamenn í Beirút í gær. Hún sagði að stríðandi fylkingar ættu ekki að nota minjar sem þessar í hernaðarlegum tilgangi. Talið er að fyrsta byggð hafi fyrst byrjað í Palmyra á milli tvö og þúsund árum fyrir krist. Þar er stór vin og samkvæmt al-Jazeera er talið að um hundrað þúsund manns sem flúið hafa átökin í Sýrlandi haldi til í og við rústirnar.Áður en borgarastyrjöldin hófst fyrir fjórum árum var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands. Rústirnar eru margar hverjar mjög heillegar, en flestar eru um tvö þúsund ára gamlar. Þær eru frá þeim tíma þegar Rómverjar stjórnuðu svæðinu, en Palmyra var miðstöð verslunar og menningar á svæðinu. Þar má með sanni segja að heimar hafi mæst og eru margar byggingar þar sem eru blanda af grísk-rómverskum byggingarstíl og persneskum.Óbætanlegur fjársjóðurAP fréttaveitan hefur eftir Bokova að hún hafi biðlað til ISIS og hersins að berjast ekki í rústunum. „Rústirnar hafa þegar skemmst í fjögurra ára átökum,“ sagði hún og bætti við að rústirnar væru í raun óbætanlegur fjársjóður sýrlensku þjóðarinnar og heimsins.Á síðustu árum er búið að ræna mörgum minjum úr rústunum og safni sem er þar. Þá hafa miklar skemmdir verið unnar á rústunum sjálfum. Koma íslamska ríkisins boðar ekki gott, þar sem þeir eru þekktir fyrir að eyðileggja fornar styttur sem þeir segja að hylli fölskum guðum. Þá gjöreyðilögðu samtökin tvær þúsunda ára gamlar rústir í Írak fyrr á árinu. Bokova sagði að aðgerðir sem þessar ætti að fordæma sem stríðsglæpi. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa beðið alþjóðasamfélagið um að koma rústunum til bjargar. Al-Jazeera segir að samkvæmt gervihnattamyndum hafi fornar minjar verið skemmdar á 290 minjasvæðum í Sýrlandi. ISIS eru nú sagðir flytja liðsauka frá nærliggjandi héruðum, en herinn mun vera að gera það einnig. Þar að auki segist herinn gera loftárásir gegn ISIS á svæðinu.Fyrir stríð var Palmyra helsti ferðamannastaður Sýrlands.Vísir/AFPHér má sjá myndband sem sýnir hve mikilfenglegar rústirnar í Palmyra eru.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15 „Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00 Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44 Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06 ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01 ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27 ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
ISIS sækir að fornum rústum Vígamenn Íslamska ríkisins sækja nú að hinni ævafornu borg. 14. maí 2015 15:15
„Vilja uppræta fortíð okkar og menningu“ Vígamenn Íslamska ríkisins stunda viðamikla eyðileggingarstarfsemi á fornminjum í borginni Nimrud. 7. mars 2015 07:00
Hafa áhyggjur af þriðju fornu rústunum Yfirvöld í Írak telja að ISIS muni skemma rústir 2.700 gamallar borgar. 8. mars 2015 13:44
Liðsmenn ISIS eyðileggja aðra forna borg í Írak ISIS-liðar hafa eyðilagt hluta hinnar fornu borgar Khorsabad í norðurhluta Íraks. 11. mars 2015 20:06
ISIS skemma aðra forna borg í Írak Íbúar nærri hinni tvö þúsund ára borg Hatra, hafa heyrt sprengingar og séð jarðýtur á svæðinu. 7. mars 2015 16:01
ISIS birti myndband af eyðileggingu Nimrud Rústirnar, sem voru 3000 ára gamlar virðast hafa verið jafnaðar við jörðu. 13. apríl 2015 10:27
ISIS-liðar sækja hart að fornu borginni Palmyra Palmyra var stofnuð um tvö þúsund árum fyrir Krist og er á heimsminjaskrá UNESCO. 15. maí 2015 11:18