Bandaríkjastjórn leyfir boranir norðan Alaska Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2015 22:55 Mótmælendur réru á kajökum og kanúum í átt að borpallinum í höfninni í Seattle um helgina. Mynd/AP. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna. Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur samþykkt áætlun olíufélagsins Shell um að hefja á ný boranir í sumar á heimskautasvæði djúpt undan ströndum Alaska, þrátt fyrir hörð mótmæli náttúruverndarsamtaka. Andstæðingar olíuleitarinnar brugðust við um helgina með því að róa kajökum og kanóum að borpalli á vegum Shell í höfninni í Seattle. Borsvæðið er norðan Beringssunds, í Chukchi-hafi á 71. breiddarbaug, en það er álíka norðarlega og nyrstu strandir Noregs. Norðmenn og Rússar hafa leyft olíuleit enn nær heimskautinu, eða allt norður á 73. breiddargráðu. Þess má geta að Drekasvæðið íslenska liggur á milli 67. og 69. breiddargráðu. „Við getum ekki treyst Shell fyrir heimskautasvæðum Ameríku,“ sagði formaður helstu náttúruverndarsamtaka Alaska, um leið og rifjað var upp að Shell neyddist fyrir þremur árum til að gera hlé á olíuleit á svæðinu þegar mikilvægur öryggisbúnaður stóðst ekki prófanir. Til að kóróna klúðrið strandaði svo borpallurinn þegar verið var að draga hann burt af svæðinu árið 2012. Talsmaður Shell segir samþykki Bandaríkjastjórnar mikilvægan áfanga sem sýni traust eftirlitsstofnana á áætlun fyrirtækisins. Umhverfissamtök hafa í stjórnartíð Baracks Obama ítrekað fagnað staðfestu forsetans í baráttunni fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú gagnrýna þau Obama fyrir að opna ný svæði til olíuleitar, ekki aðeins á norðurslóðum heldur einnig í Atlantshafi og undan suðausturströndum Bandaríkjanna.
Tengdar fréttir Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30 Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15 Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Engin olía í nyrstu holu norðurslóða Borpallur Statoil, sem liðsmenn Greenpeace hlekkjuðu sig við í Barentshafi í síðasta mánuði, fann enga olíu. 25. júní 2014 17:30
Brýna Bandaríkjastjórn til að nýta olíu norðurslóða Ráðgjafanefnd Bandaríkjastjórnar um olíumál hvetur til þess í nýrri skýrslu að olíuleit á norðurslóðum verði hraðað. 12. apríl 2015 21:15
Noregur leyfir olíuleit á 73 gráðum norður Olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs hefur tilkynnt að næsta útboð sérleyfa til olíuleitar og olíuvinnslu, hið 23. í röðinni, hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs. 18. febrúar 2014 07:06