Körfubolti

Houston fullkomnaði endurkomuna | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skeggi og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar.
Skeggi og félagar eru komnir í úrslit Vesturdeildarinnar. vísir/getty
Houston Rockets er komið í úrslit Vesturdeildar NBA eftir 13 stiga sigur, 113-100, á Los Angeles Clippers í sjöunda leik liðanna í undanúrslitunum.

Þetta er í fyrsta sinn sem Houston kemst í úrslit Vesturdeildarinnar frá árinu 1997 en þá tapaði liðið 4-2 fyrir Utah Jazz.

Houston lenti 3-1 undir í einvíginu gegn Clippers en sýndi mikinn styrk og vann síðustu þrjá leikina. Þetta er í níunda sinn í sögu NBA sem lið kemur til baka eftir að hafa lent 3-1 undir í einvígi.

James Harden var að vanda stigahæstur í liði Houston með 31 stig en hann gaf einnig átta stoðsendingar.

Houston leiddi allan tímann í gærkvöldi og náði mest 20 stiga forystu í byrjun 4. leikhluta.

Trevor Ariza skoraði 22 stig fyrir Houston, þar af sex þriggja stiga köfur. Dwight Howard skilaði einnig sínu með 16 stig og 15 fráköst.

Blake Griffin var atkvæðamestur í liði Clippers með 27 stig, 11 fráköst og sex stoðsendingar. Þá gerði Chris Paul 26 stig og gaf 10 stoðsendingar.

Houston mætir Golden State Warriors í úrslitum Vesturdeildarinnar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×