KS ekki viðurstyggileg glæpasamtök Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2015 10:14 Elliði Vignisson telur algerlega fráleitt af Pírötum að líkja Þórólfi Gíslasyni hjá KS við einskonar Don Corleone. Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira
Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Eyjum, er heitt í hamsi vegna líkingarmáls sem Píratarnir Birgitta Jónsdóttir og Helgi Hrafn Jónsson hafa gripið til; að Skagafjörður sé Sikiley Norðursins og að Kaupfélag Skagfirðinga megi heita mafía. Hann telur þetta líkingamál grafalvarlegt og grípur til varna fyrir Skagfirðinga alla í nýjum pistli. „Það er alvarlegt þegar formaður stjórnmálaflokks lýsir því yfir að eitt byggðarlag umfram önnur einkennist af spillingu og yfirgangi. Það gerði Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata þegar hún sagði að Skagafjörður væri „Sikiley Íslands“ og vísaði þar til þess að þar þrifist mafíustarf. Vörnin hjá henni - þegar bent var á alvarleikann - var sú að hún væri í raun ekki að tala um íbúana. Helgi Hrafn þingmaður Pírata sagði í því samhengi „[það] ætti að vera augljóst, að hún er að tala um ... ... Kaupfélag Skagfirðinga“.Sér er nú hver siðbótin Þar með ganga Píratar skrefinu lengra. Það er nefnilega einnig alvarlegt þegar stjórnmálaflokkur líkir fyrirtæki á Íslandi við mafíustarf. Segir að Kaupfélag Skagfirðinga sé líkast því sem gerist hjá glæpasamtökum sem meðal annars stunda morð, limlestingar og mannsal.“ Elliði telur þetta ekki boðlegt; sikileyska mafían eru eru viðurstyggileg glæpasamtök en Kaupfélag Skagfirðinga er íslenskt fyrirtæki með höfuðstöðvar á Ártorgi í Skagafirði. Elliði rekur svo það sem gerir að þessu sé ekki saman að líkja: „Kaupfélag Skagfirðinga er samvinnufélag í dreifðri eign og blönduðum rekstri. Sikileyska mafían stundar morð, mansal, vændi, nauðganir og marga þá hryllilegustu glæpi sem hægt er að hugsa sér.“ Þessi ummæli Birgittu hafa verið mjög til umræðu á samfélagsmiðlum, allt frá því að Birgitta lét þau orð falla á Facebooksíðu sinni 14. maí og víst er að margir vilja taka upp þykkjuna fyrir Skagfirðinga og móðgast fyrir þeirra hönd. Þannig eru til að mynda býsna heitar umræður um málið í hópi sem kallar sig „Umræður um byggðaþróun“.Skagafjörður er Sikiley Íslands.Posted by Birgitta Jónsdóttir on 14. maí 2015
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Fleiri fréttir Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Sjá meira