Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 12:53 Björn Þorvaldsson og Sigurður Einarsson. Vísir/Vihelm/Daníel Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19