Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 17:48 Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Ingólfur Helgason. vísir „Umboðssvik og markaðsmisnotkun ákærðu áttu þátt í því að leiða bankann til glötunar og gera tjón kröfuhafa og íslensks samfélags mun meira en annars hefði verið,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í málflutningsræðu sinni í dag. Lauk Björn ræðu sinni á því að gera grein fyrir kröfum ákæruvaldsins varðandi refsingar þeirra níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna bankans sem ákærðir eru í málinu. Hann fer fram á óskilorðsbundna dóma yfir þeim öllum nema einum en hámarksrefsing fyrir þau brot sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi.Færu mest í níu ára fangelsiÞrír af þeim sem ákærðir eru í málinu hlutu dóm í Al Thani-málinu svokallaða, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hegningarauki bætist því við þá refsingu sem þremenningarnir hlutu í Al Thani-málinu, verði þeir sakfelldir á ný. Samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot og er það því svo að hægt er að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar. Þrátt fyrir að Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu fór saksóknari engu að síður fram á að í hans tilfelli nýtti dómurinn sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot.Alvarleg og stórfelld brotFyrir dómi í dag vísaði Björn til Al Thani-dómsins og sagði ljóst af honum að Hæstiréttur lyti brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum. Hann bætti svo við: „Þessi brot sem eru hér eru alvarlegri en þau brot sem sakfellt var fyrir þar og hlýtur dómurinn að taka tillit til þess.” Saksóknari tiltók ekki sérstaklega hversu langa refsingu hann fór fram á yfir neinum ákærðu. Í tilfelli verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar, sagði saksóknari að taka ætti tillit til þess að þeir hefðu framið brot sín að undirlagi og samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal Einars Pálma Sigmundssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Engu að síður væru brotin Péturs og Birnis alvarleg og stórfelld, og bæri dómnum að líta til þess.Ekki hægt að sakfella fyrir fullframið brotBjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og er ákærður fyrir lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum. Sagði saksóknari að brot hans væru alvarleg og að refsing hans hlyti því að vera þung. Að lokum fór saksóknari fram á skilorðsbundinn dóm, að hluta eða í heild, yfir Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings á Íslandi. Byggði saksóknari þessa kröfu sína á því að ekki væri hægt að sakfella Björk fyrir fullframið brot heldur aðeins tilraun til brots. Á morgun flytja verjendur Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar málflutningsræður sínar. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 "Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Umboðssvik og markaðsmisnotkun ákærðu áttu þátt í því að leiða bankann til glötunar og gera tjón kröfuhafa og íslensks samfélags mun meira en annars hefði verið,” sagði Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, í málflutningsræðu sinni í dag. Lauk Björn ræðu sinni á því að gera grein fyrir kröfum ákæruvaldsins varðandi refsingar þeirra níu fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna bankans sem ákærðir eru í málinu. Hann fer fram á óskilorðsbundna dóma yfir þeim öllum nema einum en hámarksrefsing fyrir þau brot sem ákært er fyrir er sex ára fangelsi.Færu mest í níu ára fangelsiÞrír af þeim sem ákærðir eru í málinu hlutu dóm í Al Thani-málinu svokallaða, þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg. Hegningarauki bætist því við þá refsingu sem þremenningarnir hlutu í Al Thani-málinu, verði þeir sakfelldir á ný. Samkvæmt 72. grein almennra hegningarlaga má bæta við refsinguna allt að helmingi hennar ef menn hafa lagt það í vana sinn að fremja brot og er það því svo að hægt er að dæma Kaupþingstoppana í allt að níu ára fangelsi samtals. Fór saksóknari fram á það að refsiramminn yrði fullnýttur hvað þetta varðar í tilfelli Hreiðars og Sigurðar. Þrátt fyrir að Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi ekki hlotið dóm í Al Thani-málinu fór saksóknari engu að síður fram á að í hans tilfelli nýtti dómurinn sér ákvæði um hegningarauka fyrir endurtekin brot.Alvarleg og stórfelld brotFyrir dómi í dag vísaði Björn til Al Thani-dómsins og sagði ljóst af honum að Hæstiréttur lyti brot af þessu tagi mjög alvarlegum augum. Hann bætti svo við: „Þessi brot sem eru hér eru alvarlegri en þau brot sem sakfellt var fyrir þar og hlýtur dómurinn að taka tillit til þess.” Saksóknari tiltók ekki sérstaklega hversu langa refsingu hann fór fram á yfir neinum ákærðu. Í tilfelli verðbréfasala hjá eigin viðskiptum bankans, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Birnis Sæs Björnssonar, sagði saksóknari að taka ætti tillit til þess að þeir hefðu framið brot sín að undirlagi og samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna, þar á meðal Einars Pálma Sigmundssonar, sem einnig er ákærður í málinu. Engu að síður væru brotin Péturs og Birnis alvarleg og stórfelld, og bæri dómnum að líta til þess.Ekki hægt að sakfella fyrir fullframið brotBjarki Diego var framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi og er ákærður fyrir lánveitingar til eignarhaldsfélaga sem keyptu hlutabréf í bankanum. Sagði saksóknari að brot hans væru alvarleg og að refsing hans hlyti því að vera þung. Að lokum fór saksóknari fram á skilorðsbundinn dóm, að hluta eða í heild, yfir Björk Þórarinsdóttir sem sat í lánanefnd Kaupþings á Íslandi. Byggði saksóknari þessa kröfu sína á því að ekki væri hægt að sakfella Björk fyrir fullframið brot heldur aðeins tilraun til brots. Á morgun flytja verjendur Hreiðars Más Sigurðssonar og Sigurðar Einarssonar málflutningsræður sínar.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50 "Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19
Fara mest í níu ár í fangelsi Nokkur dómsmál bíða Kaupþingstoppanna sem dæmdir voru í Al Thani-málinu í liðinni viku. 16. febrúar 2015 13:50
"Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Eignarhaldsfélögin Holt, Desulo og Mata keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. 18. maí 2015 15:11