Clippers knúði fram oddaleik | Chicaco slátraði Milwaukee Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2015 11:14 Úr leiknum í San Antonio í nótt. Vísir/AP LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015 NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
LA Clippers sýndi úr hverju liðið er gert með því að hafa betur gegn meisturum San Antonio Spurs á útivelli í nótt og þvinga þar með fram oddaleik í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum austurdeildarinnar í NBA-deildinni í nótt. Clippers var búið að mála sig út í horn eftir slæmt tap á heimavelli í leiknum á undan en náði að gera nóg í nótt til að hafa að lokum betur á sterkum útivelli meistaranna í San Antonio, 102-96. San Antonio kom þó með áhlaup undir lok leiksins en Clippers náði að standa það af sér. Marco Belinelli setti niður tvo þrista á síðustu 80 sekúndum leiksins og minnkaði muninn í tvö stig. En leikmenn Clippers stóðust prófið og kláruðu leikinn af vítalínunni. Oddaleikurinn fer fram í Los Angeles á morgun en þetta er eina rimman í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem ræðst í sjö leikjum. Blake Griffin var með 26 stig og tólf fráköst fyrir Clippers og Chris Paul nítján stig og fimmtán stoðsendingar. Það kom einnig risaframlag af bekknum en varamenn Clippers skoruðu 48 stig í leiknum. Belinelli skoraði 23 stig fyrir Spurs og nýtti sjö af ellefu þriggja stiga skotum sínum. Tim Duncan og Kawhi Leonard voru báðir með einungis tólf stig. Chicago er komið áfram eftir risasigur á Milwaukee á útivelli, 120-66, og þar með rimmuna 4-2. Chicago var fjórum stigum frá því að vinna stærsta sigur liðs í úrslitakeppni frá upphafi en það stendur enn í 57 stigum eftir að Minnesota vann St. Louis, 133-75, árið 1956. Eins og gefur að skilja var engin spenna í leiknum en Chicago var komið með 34-16 forystu eftir fyrsta leikhluta og bætti bara við hana. Milwaukee skoraði aldrei meira en 20 stig í leikhluta og Chicago aldrei minna en 25. Allir leikmenn Chicago komust á blað í leiknum en stigahæstur var Mike Dunleavy með 20 stig. Stigahæstur hjá Milwaukee var Zaza Pachulia með átta stig en þar á bæ komust reyndar allir leikmenn einnig á blað í stigaskorun. Úrslit næturinnar: Milwaukee - Chicago 66-120 San Antonio - LA Clippers 96-102The @chicagobulls beat the Bucks by 54 and closed out the series last night. Some context: pic.twitter.com/zrpmR8M3Zx— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) May 1, 2015
NBA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum