Fjallaskíðin í hávegum höfð á Siglufirði Rikka skrifar 4. maí 2015 11:00 Valtýr Sigurðsson, Helgi Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson visir/jón steinar ragnarsson Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race 2015 fór fram á Siglufirði um liðna helgi. Aðstæður voru hinar allra bestu og skein sólin á glaðleg andlit keppenda og áhorfenda. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og voru rúmlega þrjátíu einstaklingar sem tóku þátt þetta árið. Fjallaskíðaíþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda enda ekki að furða þar sem hún veitir þeim sem hana stunda mikið frelsi á fjöllum. Dagskrá mótsins hófst með hátíðarmorgunverði á Kaffi Rauðku þar sem keppendur og aðstandendur mótsins hlóðu batteríin fyrir átök dagsins. Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði keyrði svo keppendum inn í Fljót að morgunverði loknum þar sem mótið var ræst. Gengið var yfir Siglufjarðarskarð og svo skíðað niður. Um kvöldið var svo haldin verðlaunahafending og kvöldverður en þangað mættu meira en hundrað manns. Mikil ánægja var með mótið meðal keppenda og aðstandenda. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir efstu þrjú sætin, sæti 2.-3. fengu útbúnað frá Fjallakofanum og verðlaun í boði Kaffi Rauðku en sigurvegarar í hverjum flokki unnu sér inn stórglæsilega þyrluskíðun í boði Eleven Experience. Verndari mótsins var hinn góðkunni Tómas Guðbjörnsson læknir og fjallageit.Úrslitin fóru sem hér segir: Karlaflokkur1. Stefán Guðmundsson 2. Einar Rúnar Sigurðsson 3. Stefán ÁkasonKvennaflokkur 1. Elín Marta Eiríksdóttir 2. Jóhanna Hlín Auðunsdóttir 3. Áslaug Bríem Heilsa Tengdar fréttir Enginn hefur hlaupið Laugaveginn jafnhratt Elísabet Margeirsdóttir hittir afrekshlaupara sem undirbúa sig undir erfitt mót í Frakklandi, fer yfir það helsta sem þarf af búnaði fyrir fjallaskíðin og hittir sigurvegara Enduro fjallahjólamótsins. 24. apríl 2015 14:15 Fjallaskíðin koma þér lengra og hærra Fjöllin geta verið varhugaverð og að ýmsu að huga, til að mynda hvernig á að haga sér ef að þú lendir í snjóflóði, hvaða búnað þarftu að hafa með þér til þess að tryggja öryggið þitt og hvernig lestu í umhverfið þitt. 10. mars 2015 14:00 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið
Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race 2015 fór fram á Siglufirði um liðna helgi. Aðstæður voru hinar allra bestu og skein sólin á glaðleg andlit keppenda og áhorfenda. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og voru rúmlega þrjátíu einstaklingar sem tóku þátt þetta árið. Fjallaskíðaíþróttin nýtur sífellt meiri vinsælda enda ekki að furða þar sem hún veitir þeim sem hana stunda mikið frelsi á fjöllum. Dagskrá mótsins hófst með hátíðarmorgunverði á Kaffi Rauðku þar sem keppendur og aðstandendur mótsins hlóðu batteríin fyrir átök dagsins. Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði keyrði svo keppendum inn í Fljót að morgunverði loknum þar sem mótið var ræst. Gengið var yfir Siglufjarðarskarð og svo skíðað niður. Um kvöldið var svo haldin verðlaunahafending og kvöldverður en þangað mættu meira en hundrað manns. Mikil ánægja var með mótið meðal keppenda og aðstandenda. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir efstu þrjú sætin, sæti 2.-3. fengu útbúnað frá Fjallakofanum og verðlaun í boði Kaffi Rauðku en sigurvegarar í hverjum flokki unnu sér inn stórglæsilega þyrluskíðun í boði Eleven Experience. Verndari mótsins var hinn góðkunni Tómas Guðbjörnsson læknir og fjallageit.Úrslitin fóru sem hér segir: Karlaflokkur1. Stefán Guðmundsson 2. Einar Rúnar Sigurðsson 3. Stefán ÁkasonKvennaflokkur 1. Elín Marta Eiríksdóttir 2. Jóhanna Hlín Auðunsdóttir 3. Áslaug Bríem
Heilsa Tengdar fréttir Enginn hefur hlaupið Laugaveginn jafnhratt Elísabet Margeirsdóttir hittir afrekshlaupara sem undirbúa sig undir erfitt mót í Frakklandi, fer yfir það helsta sem þarf af búnaði fyrir fjallaskíðin og hittir sigurvegara Enduro fjallahjólamótsins. 24. apríl 2015 14:15 Fjallaskíðin koma þér lengra og hærra Fjöllin geta verið varhugaverð og að ýmsu að huga, til að mynda hvernig á að haga sér ef að þú lendir í snjóflóði, hvaða búnað þarftu að hafa með þér til þess að tryggja öryggið þitt og hvernig lestu í umhverfið þitt. 10. mars 2015 14:00 Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið
Enginn hefur hlaupið Laugaveginn jafnhratt Elísabet Margeirsdóttir hittir afrekshlaupara sem undirbúa sig undir erfitt mót í Frakklandi, fer yfir það helsta sem þarf af búnaði fyrir fjallaskíðin og hittir sigurvegara Enduro fjallahjólamótsins. 24. apríl 2015 14:15
Fjallaskíðin koma þér lengra og hærra Fjöllin geta verið varhugaverð og að ýmsu að huga, til að mynda hvernig á að haga sér ef að þú lendir í snjóflóði, hvaða búnað þarftu að hafa með þér til þess að tryggja öryggið þitt og hvernig lestu í umhverfið þitt. 10. mars 2015 14:00