Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira