Heyrði nafnið Desulo fyrst í yfirheyrslu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 13:41 Skýrslutöku yfir Sigurði lauk í dag. Vísir/Ernir Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira
Skýrslutöku yfir Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, lauk á hádegi í dag. Hann er einn af ákærðu í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli og kom frá Kvíabryggju í morgun til að gefa skýrslu en hann var sem kunnugt er dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Sigurður er bæði ákærður fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik en hann neitar alfarið öllum þeim ávirðingum sem á hann eru bornar. Þvertók fyrir blekkingar Á meðal þess sem Sigurður er ákærður fyrir eru viðskipti eignarhaldsfélaganna Holt, Mata og Desulo með hlutabréf í Kaupþingi. Bankinn seldi eigin bréf til félaganna og lánaði fyrir kaupunum með veði í bréfunum sjálfum. Telur saksóknari að viðskiptin hafi byggt á blekkingum og sýndarmennsku auk þess sem fé bankans hafi verið stefnt í verulega hættu þar sem endurgreiðsla lánanna hafi ekki verið tryggð, að því er segir í ákæru. Fyrir dómi í dag þvertók Sigurður fyrir að hafa komið nokkuð nálægt viðskiptum eignarhaldsfélaganna eða lánveitingum til þeirra vegna kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi. Hann var meðal annars spurður hvort hann hafi átt aðkomu að viðskiptunum, hvort hann hafi vitað hver hafi átt frumkvæðið að þeim og hver aðdragandi þeirra var. Sigurður sagðist ekkert vita og hafði þetta að segja um kaup Desulo á hlutabréfum í Kaupþingi: „Ég vísa bara í yfirheyrslur yfir mér hjá sérstökum saksóknara. Þá segi ég þeim sem voru að yfirheyra mig að þetta sé í fyrsta skipti sem ég heyri nafnið Desulo. Ég hafði bara aldrei heyrt minnst á þetta félag svo ef þið viljið spara tíma getið þið sleppt því að spyrja mig um Desulo.“ Andar köldu á milli aðila Það má segja að stemningin í dómsal í gær og í dag hafi verið nokkuð frábrugðin þeirri stemningu sem ríkt hefur þar seinustu tvær vikurnar. Augljóst er að það andar köldu á milli Björns Þorvaldssonar, saksóknara, og þeirra sakborninga sem sitja nú í fangelsi vegna Al Thani-málsins, en Björn var einmitt saksóknarinn í því máli. Sigurður vandaði honum því ekki alltaf kveðjurnar í dag í dómsal og gagnrýndi málatilbúnað hans til dæmis harðlega þegar saksóknari reyndi að sýna fram á, með tölvupóstsamskiptum, að lausafjárstaða Kaupþings hefði verið slæm í janúar og september 2008. „Það er aldeilis magnað að hlusta á þetta frá þér þegar horft er til hvað ákvarðar sekt og sýknu í sakamálum,“ sagði Sigurður aðspurður um lausafjárstöðu Kaupþings. „Það er til skjal frá 24. september 2008 sem lagt var fram á stjórnarfundi í London og sýnir nákvæmlega hver lausafjárstaða bankans var og hver hún yrði næstu 3-4 árin. Af hverju ertu ekki með það? [...] Að halda því fram með þessum gögnum að lausafjárstaða bankans hafi verið slæm eru ósannindi.“ Sigurði var mikið niðri fyrir og sagði Björn “gott og vel” og ætlaði að halda áfram í næstu spurningu. „Þetta er ekkert gott og vel, þetta er bara algjört hneyksli,“ sagði Sigurður þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Sjá meira