Enski boltinn

Segir Bayern München hafa tekið skref afturábak undir stjórn Guardiola

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pep Guardiola er ekki í góðum málum.
Pep Guardiola er ekki í góðum málum. vísir/getty
Pep Guardiola, þjálfari Bayern München, þurfti að horfa upp á sinn gamla lærisvein, Lionel Messi, stúta Bæjurum á nývangi í gær.

Messi skoraði tvö mörk með þriggja mínútna millibili og gekk svo frá einvíginu með stoðsendingu á Neymar sem innsiglaði 3-0 sigur Barcelona.

Kvöldið var ekki gott fyrir Guardiola sem fékk bálreiðan Thomas Müller í andlitið á sér þegar hann skipti Þjóðverjanum af velli.

Allt stefnir í að Bayern falli úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar annað árið í röð, en það tapaði samanlagt 5-0 gegn Real Madrid á síðustu leiktíð.

Flugeldasýning Lionels Messi:


„Guardiola er hjá félagi þar sem þú ert alltaf undir mikilli pressu ef þú tapar leik. Nú er hann í vandræðum,“ sagði Jamie Redknapp, einn af sérfræðingum Sky Sports, á leiknum.

Guardiola tók við Bayern-liðinu af Jupp Heynckes sem skilaði því af sér með þrennu fyrir tveimur árum. Spánverjinn er ekki að ná sömu hæðum þó hann hafi unnið deild og bikar í fyrra.

Bayern er búið að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn annað árið í röð en er dottið úr keppni í bikarnum og á leið úr Meistaradeildinni.

„Þegar Guardiola tók við af Jupp Heynckes héldum við allir að þetta væri draumastarfið því hann tók við liði sem var nýbúið að vinna þrennuna. En hann hefur ekki takið framfaraskref með liðið. Ef eitthvað lítur út fyrir að Bayern sé að taka skref afturábak,“ sagði Jamie Redknapp.


Tengdar fréttir

Markatalan er 23-0 í síðustu sex leikjum Börsunga

Barcelona-liðið hefur verið óstöðvandi í síðustu leikjum sínum og í kvöld vann liðið 3-0 sigur á Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×