„Hin meinta markaðsmisnotkun á sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2015 15:11 Eigin viðskipti bankanna voru undanskilin því að tilkynna um viðskipti sín í Kauphöll. Vísir Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. Bréfið er á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Er í bréfinu fjallað um meinta markaðsmisnotkun bankanna með eigin bréf fyrir hrun og hafa starfsmenn Kauphallarinnar verið spurðir út í efni bréfsins í vitnaleiðslum í dag. Á meðal þess sem kemur fram í bréfinu, og starfsmenn Kauphallar hafa staðfest, er að þeir höfðu ekki allar upplýsingar varðandi viðskipti Kaupþings, Glitnis og Landsbankans með eigin hlutabréf. Þeir vissu til dæmis ekki að bankarnir lánuðu viðskiptavinum fyrir kaupum á hlutabréfum í bönkunum.Hefðu litið viðskiptin öðrum augum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Magnús Kristinn Ásgeirsson, sem var starfsmaður á eftirlitssviði Kauphallar, hvernig Kauphöllin hefði brugðist við ef hún hefði vitað að stjórnendur bankanna komu að viðskipum með eigin bréf. „Við hefðum þá litið viðskiptin öðrum augum. Það hefði þá líka þurft að senda opinbera tilkynningu um viðskiptin,” sagði Magnús. Eigin viðskipti bankanna voru undanskilin því að tilkynna um viðskipti sín í Kauphöll. Magnús sagði að hann hefði skilið þá undanþágu sem svo að hún byggði á því að stjórnendur fyrirtækis kæmu ekki að ákvarðanatöku með eigin bréf.Úr bréfinu Í bréfinu segir svo um hina meintu markaðsmisnotkun bankanna fyrir hrun: „Óaðskiljanlegur hluti þeirrar meintu markaðsmisnotkunar sem bankanrnir stunduðu í aðdraganda hrunsins var salan á hlutunum sem eigin viðskipti bankanna keyptu og enn fremur lánveitingarnar sem með fylgdu. [...] Erfitt og jafnvel ómögulegt [var] að sýna fram á að ekki sé um lögmæta viðskiptahætti að ræða án ítarlegra viðbótarupplýsinga. Vart hefði verið hægt að komast að þeirri niðurstöðu að kaup eigin viðskipta bankanna á eigin bréfum teldust til markaðsmisnotkunar án upplýsinga um að staða bankanna hefði verið fjármögnuð af þeim sjálfum án fullnægjandi veða og að bréfið hefðu ítrekað verið seld með tapi. [...] Í þeim tilvikum sem hér um ræðir á hin meinta markaðsmisnotkun sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum. Dýpri rætur sem ómögulegt var að greina út frá þeim upplýsingum sem Kauphöllin hafði aðgang að og var helst á færi innanbúðarmanna og aðila sem höfðu eftirlit með bönkunum að koma auga á. Mörgum hindrunum þurfti í reynd að ryðja úr vegi til þess að umræddir viðskiptahættir bankanna gætu gengið upp og því langstótt að Kauphöllin hefði átt að geta dregið þá ályktun að um óeðlileg viðskipti væri að ræða og hugsanlega markaðsmisnotkun. [...] Veitt voru lán fyrir kaupverði bréfanna, í einhverjum tilvikum á mjög hagstæðum og jafnvel óeðlilegum kjörum, til þess að liðka fyrir sölunni og vihalda háu verði í viðskiptunum.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í svarbréfi Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins sem sent var haustið 2011 vegna gagnrýni sem FME setti fram á viðskiptaeftirlit Kauphallarinnar fyrir hrun. Bréfið er á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað á hendur níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Er í bréfinu fjallað um meinta markaðsmisnotkun bankanna með eigin bréf fyrir hrun og hafa starfsmenn Kauphallarinnar verið spurðir út í efni bréfsins í vitnaleiðslum í dag. Á meðal þess sem kemur fram í bréfinu, og starfsmenn Kauphallar hafa staðfest, er að þeir höfðu ekki allar upplýsingar varðandi viðskipti Kaupþings, Glitnis og Landsbankans með eigin hlutabréf. Þeir vissu til dæmis ekki að bankarnir lánuðu viðskiptavinum fyrir kaupum á hlutabréfum í bönkunum.Hefðu litið viðskiptin öðrum augum Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Magnús Kristinn Ásgeirsson, sem var starfsmaður á eftirlitssviði Kauphallar, hvernig Kauphöllin hefði brugðist við ef hún hefði vitað að stjórnendur bankanna komu að viðskipum með eigin bréf. „Við hefðum þá litið viðskiptin öðrum augum. Það hefði þá líka þurft að senda opinbera tilkynningu um viðskiptin,” sagði Magnús. Eigin viðskipti bankanna voru undanskilin því að tilkynna um viðskipti sín í Kauphöll. Magnús sagði að hann hefði skilið þá undanþágu sem svo að hún byggði á því að stjórnendur fyrirtækis kæmu ekki að ákvarðanatöku með eigin bréf.Úr bréfinu Í bréfinu segir svo um hina meintu markaðsmisnotkun bankanna fyrir hrun: „Óaðskiljanlegur hluti þeirrar meintu markaðsmisnotkunar sem bankanrnir stunduðu í aðdraganda hrunsins var salan á hlutunum sem eigin viðskipti bankanna keyptu og enn fremur lánveitingarnar sem með fylgdu. [...] Erfitt og jafnvel ómögulegt [var] að sýna fram á að ekki sé um lögmæta viðskiptahætti að ræða án ítarlegra viðbótarupplýsinga. Vart hefði verið hægt að komast að þeirri niðurstöðu að kaup eigin viðskipta bankanna á eigin bréfum teldust til markaðsmisnotkunar án upplýsinga um að staða bankanna hefði verið fjármögnuð af þeim sjálfum án fullnægjandi veða og að bréfið hefðu ítrekað verið seld með tapi. [...] Í þeim tilvikum sem hér um ræðir á hin meinta markaðsmisnotkun sér dýpri rætur í blekkingum og málamyndagerningum. Dýpri rætur sem ómögulegt var að greina út frá þeim upplýsingum sem Kauphöllin hafði aðgang að og var helst á færi innanbúðarmanna og aðila sem höfðu eftirlit með bönkunum að koma auga á. Mörgum hindrunum þurfti í reynd að ryðja úr vegi til þess að umræddir viðskiptahættir bankanna gætu gengið upp og því langstótt að Kauphöllin hefði átt að geta dregið þá ályktun að um óeðlileg viðskipti væri að ræða og hugsanlega markaðsmisnotkun. [...] Veitt voru lán fyrir kaupverði bréfanna, í einhverjum tilvikum á mjög hagstæðum og jafnvel óeðlilegum kjörum, til þess að liðka fyrir sölunni og vihalda háu verði í viðskiptunum.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32 Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir "Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð,“ sagði í bréfi Baldurs Thorlacius til Fjármálaeftirlitsins árið 2011. 7. maí 2015 13:32
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56
Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02