Marvel-ofurhetjur á leið til Íslands? Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 19:59 Scarlett Johanson, Chris Evans og Jeremy Renner leika öll í myndinni. Vísir/Getty Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó. Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Captain America: Civil War verður full af stórstjörnum og einhverjir þeirra eru á leið til Íslands því hún verður að hluta til tekin upp hér. Samkvæmt Marvel, fyrirtækinu sem á höfundaréttinn á hinum ýmsu ofurhetjum úr myndasögum, verður kvikmyndin frumsýnd 6. maí 2016. Því má búast við kvikmyndateymi hingað í sumar eða haust. Captain America: Civil War er þriðja myndin um ofurhetjuna Kafteinn Ameríka og verða talsvert margar ofurhetjur honum við hlið, eða á móti hetjunni, í myndinni. Þar má nefna auk Chris Evans sem leikur Captain America, Robert Downey Jr. snýr aftur sem sem Járnmaðurinn, Scarlett Johansson sem Svarta ekkjan, Sebastian Stan sem Bucky Barnes, Anthony Mackie sem Falcon, Paul Bettany sem The Vision eða Sjáandinn, Jeremy Renner sem Clint Barton, Don Cheadle sem Jim Rhodes og Elizabeth Olsen sem Wanda Maximoff. Þá mun leikarinn Paul Rudd koma fram í myndinni sem Mauramaðurinn en hans fyrsta mynd í því hlutverki verður frumsýnd núna í júlí. Þá eru ekki allir upptaldir því til viðbótar leika í myndinni Daniel Bruhl, Martin Sheen, Chadwick Boseman og Frank Grillo. Myndin mun byrja þar sem fyrri myndin, Avengers: Age of Ultron, endaði. Þar leiðir Steve Rogers nýjan hóp liðsmanna Avengers í eilífri tilraun sinni til að bjarga mannkyninu. Avengers: Age of Ultron var frumsýnd 1. maí síðastliðinn og stökk þá í annað sætið yfir stærstu opnunarhelgi á kvikmynd fyrr og síðar. Captain America kom fyrst fram árið 1941 hjá Marvel en fjölmargar ofurhetjur hafa fæðst hjá fyrirtækinu ef svo má að orði komast. Þar má nefna Hinn ógurlega Hulk og Járnmanninn. Myndin verður ekki einvörðungu tekin upp hér á landi heldur eru höfuðstöðvarnar í Atlanta Georgíu. Auk þess verður myndin tekin upp í Þýskalandi og Púertó Ríkó.
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning