J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks Birgir Olgeirsson skrifar 8. maí 2015 16:41 J.J. Abrams Vísir/Getty Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Margir voru á því að ýmislegt hrjáði þær Stjörnustríðsmyndir sem George Lucas sendi frá sér á síðasta áratug. Myndirnar sögðu frá því hvernig hinn litli ljúfi Anakin Skywalker verður að Svarthöfða en hann var ekki eina persónan í þeim myndum. Þeirra á meðal var annars ein allra hataðasta persóna Stjörnustríðsbálksins, Gunganinn Jar Jar Binks frá plánetunni Naboo. Binks er svo hataður að meira segja J.J. Abrams, sem leikstýrir sjöundu myndinni í Stjörnustríðsbálknum, Star Wars: The Force Awakens, íhugaði að drepa Binks.Blaðamaður Vanity Fair hitti nýlega Abrams þar sem þeir ræddu þessa væntanlegu mynd og sat leikstjórinn í klippiherberginu þegar hann benti á einn skjáinn og sagði: „Ég hef meira segja íhugað að koma beinum Jar Jar Binks fyrir þarna í eyðimörkinni. Mér er alvara,“ sagði Abrams. Ekki eru þó taldar miklar líkur á að Binks fái slæma meðferð í The Force Awakens. Abrams sagði við Vanity Fair að það sé ekki hægt að troða hverju sem er á kvikmyndaskjáinn, það verði að passa við söguna.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein