Nýi þjálfarinn talar vel um Söru og keppnisskapið hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2015 16:30 Sara Rún Hinriksdóttir. Vísir/Stefán Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar. Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Sara Rún Hinriksdóttir spilaði sinn síðasta leik með Keflavík í bili á dögunum en hún er að hefja nám við Canisius-háskólann í Buffalo og er ætlað stórt hlutverk hjá körfuboltaliði skólans næstu fjögur árin. Terry Zeh, þjálfari liðsins, talaði afar vel um Söru Rún í viðtali á Youtube-síðu Canisius-skólans. „Við erum mjög spennt að fá Söru inn í liðið fyrir næsta tímabil og hún kemur með svo margt inn í liðið," sagði Terry Zeh. „Hún er framherji með hæfileika bakvarðar. Hún er góður frákastari, getur spilað fyrir utan og er bæði góð með bolta og án bolta," sagði Terry Zeh. Sara Rún Hinriksdóttir var með 18,8 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í úrslitakeppninni með Keflavíkurliðinu þar af skoraði hún 31 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í lokaleiknum. „Hún kemur með orku inn í liðið okkar og það eru því allir mjög spenntir hér fyrir komu hennar," sagði Zeh. Hann nefnir sérstaklega frammistöðu hennar í b-deild Evrópukeppni 18 ára landsliða síðasta sumar þar sem Sara var næststigahæst (20,8 stig í leik) og sú sem náði flestum tvennum (yfir tíu í stigum og fráköstum) „Það er mjög mikilvægt fyrir leikmenn okkar að geta spilað fyrir utan vegna motion-sóknarinnar sem við spilum. Við viljum að leikmennirnir geti verið með boltann fyrir utan og sent hann þaðan. Þar liggur einn hennar helsti styrkleiki ef við tökum mið af hæð hennar," segir Zeh. „Hún kemur með orku inn í liðið vegna þess hvernig hún spilar leikinn sem og hvernig líkamstjáningin hennar er. Þessi orka frá henni mun hjálpa okkur á hverjum degi á æfingum. Hún er mikill keppnismaður og vill keppa bæði á æfingum sem og í leikjum. Það mun hjálpa okkur strax," sagði Zeh. „Við vildum bæta við leikmönnum sem eru með bein í nefinu og eru miklir keppnismenn. Þegar þú horfir á Söru spila þá er hún slíkur leikmaður og henni er líka alveg sama um það hvort hún særi tilfinningar mótherjans eða ekki. Hún ætlar sér bara að vinna leikinn og það er mikilvægt," sagði Zeh. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Terry Zeh hér fyrir neðan en þar má einnig sjá myndir af Söru þegar hún spilaði með 18 ára landsliðinu í Rúmeníu síðasta sumar.
Dominos-deild kvenna Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira