Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:02 Bekkurinn er þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira