Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 22:00 Úr dómssal í dag. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent