Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 11:51 Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, lengst til vinstri. Saksóknari spilaði brot úr símtali Péturs við Ingólf í dómssal. Vísir/GVA Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi málsgagna er undir í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings en aðalmeðferð fer þessa dagana fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú einn ákærðu, Pétur Kristinn Guðmarsson, út í einstaka viðskiptadaga á tímabilinu sem ákæran nær til. Hann hefur meðal annars spilað fjölda símtala í dómnum og spurt Pétur út úr þeim. Pétur var starfsmaður eigin viðskipta Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: IH: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” PMG: „Hann er bara að lúra og mala.” IH: „Er það ekki?” PMG: „Jú.” IH: „Er hann ekki snöggur upp ef það er sparkað í hann.” PMG: „Ég held það.” Ingólfur spyr Pétur svo hvað þeir séu búnir að kaupa mikið í dag og seinna í símtalinu segist Pétur vera með tvö kauptilboð á markaðnum: PMG: „Þetta er raunveruleg kauphlið.” IH: „Þetta er heilbrigt og flott í bili.” Undir lokin segir Ingólfur að þeir skuli svo sjá „hvort að kötturinn nái ekki aðeins að ... þegar líður á daginn.” Síðar sama dag töluðu Pétur og Ingólfur aftur saman og þá aftur um köttinn. Saksóknari virðist líta svo á að það sé tilvísun í hlutabréf Kaupþings. Ingólfur spyr Pétur hvar hann ætli að loka „kettinum í dag.” Pétur svaraði því að þeir myndu örugglega loka í 700. Svo segir hann: „En það eru gríðarlega fínar kauphliðar í bankanum fyrir utan okkur. [...] Það svona finnst mér heilbrigt að sjá.” Saksóknari spurði Pétur hvað Ingólfur hefði átt við með spurningunni um hvar hann ætlaði að loka kettinum í dag. „Hann er að vísa í hvað við ætlum að gera í lokun. Hvað ætlarðu að kaupa og selja í lokun.” Björn spurði þá hvort það hafi verið þeirra að ákveða hlutabréfaverðið í lok dags. „Við erum bara þátttakendur á markaði. Það er ekkert óeðlilegt að taka þátt í því.” Saksóknari benti þá á að það væri óeðlilegt að stefna að vissu gengi. „Við erum þarna að tala um að kaupa bréfin á 700. Ég bendi réttinum á að þetta lokaði í 701. [...] Þú ert að segja að við séum að stjórna markaðnum en það eru aðrir á markaðnum. Það er markaðarins að ákveða verðið í lok dags.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57