Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 13:36 Múgur og margmenni er í héraðsdómi. Vísir/GVA Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Nokkuð mikill fjöldi þeirra símtala sem saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, Björn Þorvaldsson, hefur spilað fyrir dómi í dag eru á milli tveggja ákærðu í málinu, þeirra Péturs Kristins Guðmarssonar og Ingólfs Helgasonar. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.„Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna“ Saksóknari spurði Pétur, sem gefur skýrslu fyrir dómi í dag, út í símtöl hans og Ingólfs í upphafi árs 2008 og hvort þau væru dæmi um hversu vel hann fylgdist vel með viðskiptu með bréf í bankanum. „Við fengum alveg fyrirmæli frá honum og hann virtist fylgjast með en ekkert bara Kaupþingi heldur líka öðrum fyrirtækjum sem við vorum að kaupa í,” svaraði Pétur. Í einu símtalanna segir Ingólfur við Pétur að þeir verði „að verja þetta eins stíft og við getum eins og markaðirnar eru.” Björn spurði Pétur hvað Ingólfur átti við og sagði hann að Ingólfur yrði að svara því sjálfur. Skömmu síðar bætti hann svo við: „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika.”Límingarnar Þá var spilað símtal milli Ingólfs og Péturs frá því í byrjun mars 2008: IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Hvað segirðu?” IH: „Hvernig eru límingarnar?” PKG: „Límingarnar?” IH: „Já, límingarnar.” PKG: „Þær eru bara góðar.” IH: „Er það ekki?” PKG: „Jú, jú, jú. [...] Mig vantar bara 2-3 kaffibolla.” Pétur var spurður út í hvað „límingarnar” þýddu og var hann vægast sagt ósáttur við spurninguna: „Mér finnst magnað að þú sért að gera þetta tortryggilegt. Ég nota bara þetta orðatiltæki til að spyrja félaga mína hvernig þeir hafi það. En þetta er bara í samræmi við annað hérna.” Saksóknari spurði þá Pétur hvað hann hefði sagt og sá hann þá að sér: „Nei, ekkert. Þetta var óviðeigandi. Afsakið.”Var ekki vaknaður Hér blandaði dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sér í málið og spurði hvort þetta hefði verið grín. Pétur ætlaði þá að fara að útskýra fyrir honum hvað límingarnar þýddu en Arngrímur sagðist alveg skilja það. Hann væri að spyrja hvort þetta væri grín. „Já, þetta var grín,” svaraði Pétur þá. „Og þetta með kaffibollana, var það líka grín?” spurði dómsformaður. „Já, eða þá var ég bara að meina að ég var ekki vaknaður því ég náði ekki strax hvað hann var að meina með límingunum,” svaraði Pétur.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Fordæmalaust mál gegn lykilmönnum Kaupþings Aðalmeðferð í stóra markaðsmisnotkunarmálinu gegn níu starfsmönnum Kaupþings banka hófst í gær. Málið mun standa yfir í meira en mánuð. Sagðir hafa stundað blekkingar og sýndarviðskipti. Allir ákærðu neita sök. 21. apríl 2015 07:00