Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 15:11 Pétur Kristinn Guðmarsson er hér lengst til vinstri ásamt nokkrum verjendum í málinu. vísir/gva Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, og gefur nú skýrslu brotnaði til að mynda niður í réttarsalnum í dag. Gera þurfti hlé á réttarhöldunum en skömmu áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli ákæruvaldsins og verjenda í málinu. Deildu um herminn Deildu þeir um notkun á kauphallarhermi ákæruvaldsins sem Vífill Harðarson, verjandi Péturs, sagði sérstakan saksóknara hafa eytt „hundruðum milljóna” í að láta útbúa. Maldaði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í móinn og vildi ekki meina að svo miklu hefði verið varið í gerð hermisins. Saksóknari varpar upp á skjá í réttarsalnum myndum úr kauphallarherminum en spilar ekki beint úr honum, eins og gert var í réttarhöldunum í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Á herminum sjást kaup-og sölutilboð Péturs í hlutabréf Kaupþings á íslenska og sænska markaðnum. Verjandi hans og hann sjálfur hafa ítrekað farið fram á það að spilað sé beint úr herminum svo átta megi sig betur á markaðnum. Óskýrt sé til dæmis á myndunum hvað séu sölutilboð og hvað séu kauptilboð. Verjandi Ingólfs blandaði sér í málið Saksóknari hefur ekki viljað verða við þessari ósk ákærða og verjenda hans. Blandaði verjandi Ingólfs Helgasonar sér í málið og spurði dómarann hvort ákæruvaldið gæti meinað ákærðu að fá aðgang að gögnum málsins við aðalmeðferð. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, vildi ekki meina að verið væri að meina ákærðu aðgang að gögnum málsins þó ekki væri spilað beint úr herminum. Verjendur gætu borið þau gögn undir skjólstæðinga sína þegar þeir myndu spyrja þá spurninga.Gerðu hlé á meðferðinni Hélt aðalmeðferðin svo áfram og fór saksóknari nokkuð hratt yfir sögu. Sýndi hann myndir úr herminum frá einstökum viðskiptadögum í júní 2008 og bar þau undir Pétur. Verjandi Péturs gagnrýndi þá hversu hratt saksóknari færi yfir. Hann hefði til að mynda ekki heyrt skjólstæðing sinn játa eða neita viðskiptum nú í smástund. Spurði saksóknari ákærða þá hvort hann vildi að farið yrði hægar yfir sögu en svaraði Pétur því til að þetta væri í lagi svona. Eftir örstutta stund spurði Björn hvort að ákærði vildi taka hlé og þáði hann það enda virtist þetta allt taka mikið á hann. Aðalmeðferð hélt áfram eftir kortershlé og hefur saksóknari nú borið einstaka viðskiptadaga í júní, júlí, ágúst og september 2008 undir Pétur.Uppfært klukkan 15:21 Dómþingi var slitið klukkan 15:15 að ósk ákærða. Saksóknari hafði þá lokið við að spyrja hann og mun verjandi hans spyrja hann út úr í fyrramálið þegar aðalmeðferð heldur áfram. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. Pétur Kristinn Guðmarsson, sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, og gefur nú skýrslu brotnaði til að mynda niður í réttarsalnum í dag. Gera þurfti hlé á réttarhöldunum en skömmu áður hafði komið til snarpra orðaskipta á milli ákæruvaldsins og verjenda í málinu. Deildu um herminn Deildu þeir um notkun á kauphallarhermi ákæruvaldsins sem Vífill Harðarson, verjandi Péturs, sagði sérstakan saksóknara hafa eytt „hundruðum milljóna” í að láta útbúa. Maldaði Björn Þorvaldsson, saksóknari, í móinn og vildi ekki meina að svo miklu hefði verið varið í gerð hermisins. Saksóknari varpar upp á skjá í réttarsalnum myndum úr kauphallarherminum en spilar ekki beint úr honum, eins og gert var í réttarhöldunum í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Á herminum sjást kaup-og sölutilboð Péturs í hlutabréf Kaupþings á íslenska og sænska markaðnum. Verjandi hans og hann sjálfur hafa ítrekað farið fram á það að spilað sé beint úr herminum svo átta megi sig betur á markaðnum. Óskýrt sé til dæmis á myndunum hvað séu sölutilboð og hvað séu kauptilboð. Verjandi Ingólfs blandaði sér í málið Saksóknari hefur ekki viljað verða við þessari ósk ákærða og verjenda hans. Blandaði verjandi Ingólfs Helgasonar sér í málið og spurði dómarann hvort ákæruvaldið gæti meinað ákærðu að fá aðgang að gögnum málsins við aðalmeðferð. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, vildi ekki meina að verið væri að meina ákærðu aðgang að gögnum málsins þó ekki væri spilað beint úr herminum. Verjendur gætu borið þau gögn undir skjólstæðinga sína þegar þeir myndu spyrja þá spurninga.Gerðu hlé á meðferðinni Hélt aðalmeðferðin svo áfram og fór saksóknari nokkuð hratt yfir sögu. Sýndi hann myndir úr herminum frá einstökum viðskiptadögum í júní 2008 og bar þau undir Pétur. Verjandi Péturs gagnrýndi þá hversu hratt saksóknari færi yfir. Hann hefði til að mynda ekki heyrt skjólstæðing sinn játa eða neita viðskiptum nú í smástund. Spurði saksóknari ákærða þá hvort hann vildi að farið yrði hægar yfir sögu en svaraði Pétur því til að þetta væri í lagi svona. Eftir örstutta stund spurði Björn hvort að ákærði vildi taka hlé og þáði hann það enda virtist þetta allt taka mikið á hann. Aðalmeðferð hélt áfram eftir kortershlé og hefur saksóknari nú borið einstaka viðskiptadaga í júní, júlí, ágúst og september 2008 undir Pétur.Uppfært klukkan 15:21 Dómþingi var slitið klukkan 15:15 að ósk ákærða. Saksóknari hafði þá lokið við að spyrja hann og mun verjandi hans spyrja hann út úr í fyrramálið þegar aðalmeðferð heldur áfram.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36