Sigldi á björgunarskipið Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 08:45 Komið með eftirlifenduna að landi. Vísir/AFP Nú virðist komið í ljós að skipstjóri flóttamannabátsins sem fórst á Miðjarðarhafi á sunnudag með þeim afleiðingum að rúmlega átta hundruð fórust, sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. Saksóknarar á Ítalíu fullyrða þetta eftir samtöl við vitni en skipstjórinn er nú í haldi, sakaður um manndráp af gáleysi.Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.Mohammed Ali Malek og Mahmud Bikhit, en þeir tóku þátt í að reyna að smygla fólkinu til Evrópu.Vísir/AFPUm þrjátíu sinnum fleiri hafa nú látið lífið miðað við sama tíma í fyrra og miðað við það má reikna með að allt að þrjátíu þúsund manns drukkni í hafinu á árinu, verði ekki gripið til aðgerða. Á síðustu tveimur vikum hefur meira en tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af fleyjum sem sum hver vart fljóta, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af. Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins. Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum. Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Nú virðist komið í ljós að skipstjóri flóttamannabátsins sem fórst á Miðjarðarhafi á sunnudag með þeim afleiðingum að rúmlega átta hundruð fórust, sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. Saksóknarar á Ítalíu fullyrða þetta eftir samtöl við vitni en skipstjórinn er nú í haldi, sakaður um manndráp af gáleysi.Sjá einnig: Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Sameinuðu þjóðirnar segja að skipsskaðinn sé sá mannskæðasti á Miðjarðarhafi í sögunni og ástandið á hafinu í ár er mun alvarlegra en í fyrra. Talið er að rúmlega átta hundruð flóttamenn hafi farist með skipinu, en alls telja Sameinuðu þjóðirnar að um 1.300 hafi látið lífið á Miðjarðarhafinu í apríl.Mohammed Ali Malek og Mahmud Bikhit, en þeir tóku þátt í að reyna að smygla fólkinu til Evrópu.Vísir/AFPUm þrjátíu sinnum fleiri hafa nú látið lífið miðað við sama tíma í fyrra og miðað við það má reikna með að allt að þrjátíu þúsund manns drukkni í hafinu á árinu, verði ekki gripið til aðgerða. Á síðustu tveimur vikum hefur meira en tíu þúsund flóttamönnum verið bjargað af fleyjum sem sum hver vart fljóta, samkvæmt AP fréttaveitunni. Hinn 27 ára gamli Mohammed Alì Malek, er talinn hafa verið við stjórnvölin á fiskiskipinu þegar slysið varð. Hann var meðal þeirra 28 sem komu lífs af ásamt öðrum smyglara. Einungis karlmenn og ungir menn á táningsaldri lifðu slysið af. Í stað þess að leggja að hlið portúgalska skipsins sem hafði komið þeim til bjargar sigldi Malek á það. Eftirlifendur segja að við það hafi fólk orðið hrætt og flestir hafi hlaupið yfir í aðra hlið skipsins. Við það hvolfdi skipinu mjög fljótt, en fjölmargir flóttamenn höfðu verið læstir á neðri þilförum skipsins. Helstu áherslur nýrrar áætlunar Evrópusambandsins er að handtaka æðstu smyglarana og eyðileggja skip þeirra. Enn sem komið er hafa yfirvöld í Ítalíu handtekið um þúsund smyglara en þeir eru flestir skipstjórar báta, en ekki yfirmenn í smyglhringjunum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32