Vill flóttamannabúðir í Níger og Súdan Samúel Karl Ólason skrifar 22. apríl 2015 10:10 Matteo Renzi segir að hægt væri að vinna úr hælisumsóknum flóttafólk í flóttamannabúðum í Evrópu. Vísir/EPA Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að Evrópusambandið verði að bregðast hratt við og móta ítarlega áætlun til að stöðva flæði flóttamanna frá Líbýu. Hann segir mögulegt að setja upp flóttamannabúðir í Níger, Súdan og mögulega fleiri löndum í Afríku sem deili landamærum með Líbýu, með aðstoð Sameinuðu þjóðanna. Þar væri hægt að vinna úr hælisumsóknum flóttafólks. Þannig myndu öll Evrópulöndin bera ábyrgð á fólkinu, en ekki bara Ítalía. Renzi sagði ítalska þinginu í morgun að hernaðaraðgerðir þyrfti til að stöðva smyglara. Varnarmálaráðherra Ítalíu segir að áætlanir liggi fyrir. „Við vitum hvar þeir geyma bátana sína og hvar þeir safnast saman. Áætlanir til hernaðaríhlutunar eru til staðar,“ sagði Roberta Pinotti í sjónvarpsviðtali eftir ávarp forsætisráðherrans á þinginu. Undanfarin misseri hefur Ítalía þurft að bjarga hundruðum flóttamanna á Miðjarðarhafinu. Samkvæmt AP fréttaveitunni kom strandgæsla Ítalíu með 446 flóttamenn að landi, sem bjargað hafði verið í gær. Leiðtogar Evrópusambandsins munu koma saman á morgun til að ræða mögulegar aðgerðir. Pinotti segist vongóð um að ESB muni taka skref til að koma til móts við vandamálið sem þessi mikli fjöldi flóttamanna hefur skapað. „Við teljum að tími sé kominn til að ESB setji í gang alþjóðlega lögregluaðgerð til að stöðva þessa glæpamenn,“ sagði hún. Renzi sagði á þinginu í morgun að aðgerðir Ítalíu væru ekki nægjanlegar og meira þyrfti til. Frá byrjun 2014 hefur Ítalía bjargað um 200 þúsund flóttamönnum sem lent hafa í sjálfheldu á Miðjarðarhafinu. „Við erum að biðja Evrópu um að vera Evrópa, ekki bara þegar kemur að því að búa til fjárhagsáætlanir.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51 Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45 Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Sjá meira
Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Um 800 manns eru taldir hafa farist í einu versta sjóslysi Miðjarðarhafsins og aðeins tókst að bjarga 27. 21. apríl 2015 07:51
Sigldi á björgunarskipið Skipstjóri fiskiskipsins sem sökk í miðjarðarhafinu sigldi á portúgalska björgunarskipið sem komið var á svæðið til að aðstoða flóttafólkið. 22. apríl 2015 08:45
Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga. 21. apríl 2015 13:03
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32