Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 15:33 Birnir Sær Björnsson í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA „Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birnir er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Hann segist hafa sinnt starfi sínu hjá deild eigin viðskipta eftir bestu getu. Hann hafi fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um hvernig hann starfaði frá degi til dags og einnig um einstök viðskipti. Bar traust til yfirmanna sinna „Ég bar traust til minna yfirmanna og hafði ekki ástæðu til að ætla að farið væri gegn lögum og reglum. [...] Þeir voru á meðal reynslumestu manna á Íslandi varðandi innlendan verðbréfamarkað. [...] Fyrirmæli þeirra voru ekki alltaf í samræmi við mitt eigið mat en ég taldi aldrei að verið væri að brjóta lög.” Þá sagði Birnir jafnframt að þau viðskipti sem hann stundaði hafi átt sér stað í Kauphöll Íslands. Þau hafi því verið undir ströngu eftirliti bæði innan og utan bankans en enginn hafi nokkru sinni gert athugasemd við hegðun hans á markaði. „Það eru óteljandi þættir sem ráða hegðun á markaði og það er ómögulegt að telja þá alla upp í dag til þess að útskýra einstök viðskipti. Það er því hætta á því að menn séu að beita eftiráspeki til þess að skýra það sem gerðist.” Finnst starf hans sett fram með villandi hætti Birnir gagnrýndi svo málatilbúnað sérstaks saksóknara harðlega: „Þessi staða sem finn mig í að vera sakborningur, og fyrst með réttarstöðu grunaðs manns, hefur nú varað í fimm ár. Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri að ótöldu því álagi sem þetta hefur haft á mína nánustu. Framsetning saksóknara hefur einnig valdið mér hugarangri. Hún er mjög hlutdræg. [...] Starf mitt er sett fram með villandi hætti og er til þess fallið að gera það tortryggilegt.” Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú Birni út úr og fer yfir einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Líkt og Pétur Kristinn Guðmarsson gerði, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum og er ákærður í málinu, leggur Birnir áherslu á það að hann hafi verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna í sínu starfi. Þeir voru Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem báðir hafa eru sakborningar í málinu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birnir er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Hann segist hafa sinnt starfi sínu hjá deild eigin viðskipta eftir bestu getu. Hann hafi fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um hvernig hann starfaði frá degi til dags og einnig um einstök viðskipti. Bar traust til yfirmanna sinna „Ég bar traust til minna yfirmanna og hafði ekki ástæðu til að ætla að farið væri gegn lögum og reglum. [...] Þeir voru á meðal reynslumestu manna á Íslandi varðandi innlendan verðbréfamarkað. [...] Fyrirmæli þeirra voru ekki alltaf í samræmi við mitt eigið mat en ég taldi aldrei að verið væri að brjóta lög.” Þá sagði Birnir jafnframt að þau viðskipti sem hann stundaði hafi átt sér stað í Kauphöll Íslands. Þau hafi því verið undir ströngu eftirliti bæði innan og utan bankans en enginn hafi nokkru sinni gert athugasemd við hegðun hans á markaði. „Það eru óteljandi þættir sem ráða hegðun á markaði og það er ómögulegt að telja þá alla upp í dag til þess að útskýra einstök viðskipti. Það er því hætta á því að menn séu að beita eftiráspeki til þess að skýra það sem gerðist.” Finnst starf hans sett fram með villandi hætti Birnir gagnrýndi svo málatilbúnað sérstaks saksóknara harðlega: „Þessi staða sem finn mig í að vera sakborningur, og fyrst með réttarstöðu grunaðs manns, hefur nú varað í fimm ár. Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri að ótöldu því álagi sem þetta hefur haft á mína nánustu. Framsetning saksóknara hefur einnig valdið mér hugarangri. Hún er mjög hlutdræg. [...] Starf mitt er sett fram með villandi hætti og er til þess fallið að gera það tortryggilegt.” Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú Birni út úr og fer yfir einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Líkt og Pétur Kristinn Guðmarsson gerði, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum og er ákærður í málinu, leggur Birnir áherslu á það að hann hafi verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna í sínu starfi. Þeir voru Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem báðir hafa eru sakborningar í málinu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10