Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 15:33 Birnir Sær Björnsson í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA „Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birnir er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Hann segist hafa sinnt starfi sínu hjá deild eigin viðskipta eftir bestu getu. Hann hafi fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um hvernig hann starfaði frá degi til dags og einnig um einstök viðskipti. Bar traust til yfirmanna sinna „Ég bar traust til minna yfirmanna og hafði ekki ástæðu til að ætla að farið væri gegn lögum og reglum. [...] Þeir voru á meðal reynslumestu manna á Íslandi varðandi innlendan verðbréfamarkað. [...] Fyrirmæli þeirra voru ekki alltaf í samræmi við mitt eigið mat en ég taldi aldrei að verið væri að brjóta lög.” Þá sagði Birnir jafnframt að þau viðskipti sem hann stundaði hafi átt sér stað í Kauphöll Íslands. Þau hafi því verið undir ströngu eftirliti bæði innan og utan bankans en enginn hafi nokkru sinni gert athugasemd við hegðun hans á markaði. „Það eru óteljandi þættir sem ráða hegðun á markaði og það er ómögulegt að telja þá alla upp í dag til þess að útskýra einstök viðskipti. Það er því hætta á því að menn séu að beita eftiráspeki til þess að skýra það sem gerðist.” Finnst starf hans sett fram með villandi hætti Birnir gagnrýndi svo málatilbúnað sérstaks saksóknara harðlega: „Þessi staða sem finn mig í að vera sakborningur, og fyrst með réttarstöðu grunaðs manns, hefur nú varað í fimm ár. Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri að ótöldu því álagi sem þetta hefur haft á mína nánustu. Framsetning saksóknara hefur einnig valdið mér hugarangri. Hún er mjög hlutdræg. [...] Starf mitt er sett fram með villandi hætti og er til þess fallið að gera það tortryggilegt.” Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú Birni út úr og fer yfir einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Líkt og Pétur Kristinn Guðmarsson gerði, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum og er ákærður í málinu, leggur Birnir áherslu á það að hann hafi verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna í sínu starfi. Þeir voru Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem báðir hafa eru sakborningar í málinu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birnir er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Hann segist hafa sinnt starfi sínu hjá deild eigin viðskipta eftir bestu getu. Hann hafi fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um hvernig hann starfaði frá degi til dags og einnig um einstök viðskipti. Bar traust til yfirmanna sinna „Ég bar traust til minna yfirmanna og hafði ekki ástæðu til að ætla að farið væri gegn lögum og reglum. [...] Þeir voru á meðal reynslumestu manna á Íslandi varðandi innlendan verðbréfamarkað. [...] Fyrirmæli þeirra voru ekki alltaf í samræmi við mitt eigið mat en ég taldi aldrei að verið væri að brjóta lög.” Þá sagði Birnir jafnframt að þau viðskipti sem hann stundaði hafi átt sér stað í Kauphöll Íslands. Þau hafi því verið undir ströngu eftirliti bæði innan og utan bankans en enginn hafi nokkru sinni gert athugasemd við hegðun hans á markaði. „Það eru óteljandi þættir sem ráða hegðun á markaði og það er ómögulegt að telja þá alla upp í dag til þess að útskýra einstök viðskipti. Það er því hætta á því að menn séu að beita eftiráspeki til þess að skýra það sem gerðist.” Finnst starf hans sett fram með villandi hætti Birnir gagnrýndi svo málatilbúnað sérstaks saksóknara harðlega: „Þessi staða sem finn mig í að vera sakborningur, og fyrst með réttarstöðu grunaðs manns, hefur nú varað í fimm ár. Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri að ótöldu því álagi sem þetta hefur haft á mína nánustu. Framsetning saksóknara hefur einnig valdið mér hugarangri. Hún er mjög hlutdræg. [...] Starf mitt er sett fram með villandi hætti og er til þess fallið að gera það tortryggilegt.” Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú Birni út úr og fer yfir einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Líkt og Pétur Kristinn Guðmarsson gerði, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum og er ákærður í málinu, leggur Birnir áherslu á það að hann hafi verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna í sínu starfi. Þeir voru Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem báðir hafa eru sakborningar í málinu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10